Vegir Krists

Óháð upplýsingasíða
með sjónarhorn frá mörgum
rannsóknarsviðum og reynslu.

 

 Vegir Jesú Krists í mannlegri vitund og við breytingar heimsins.

Atriðaskrá yfir megintextann.

Í fyrsta hlutann: Í skrefin í guðspjöllunum (25 kaflar)

Þetta er annar hlutinn: kaflarnir er snúa að skrefin í opinberuninni

Vinsamlegast bíddu uns síðunni hefur verið alveg halað niður til að sjá síðustu krækjuna.
26. Opinberun Jóhannesar
27. Um meðhöndlun opinberana 
28. Um efnisinnihald opinberunar Jóhannesar: Kirkjurnar sjö – með kafla um kirkjur nútímans.
29. Innsiglin sjö
30. Básúnurnar sjö
31. „Þrumurnar sjö" og spámennirnir tveir
32. Konan og drekinn
33. „Sjöhöfða dýrið" úr sjónum
34. „Dýrið með hornin tvö" úr jörðinni
35. Hinar „sjö skálar reiði"; endalok „Babýlon",og endurkoma Krists á dómsdegi"
36. Hið (raunverulega) „þúsund ára friðarríki"
37. Hinn nýi himinn, hin nýja jörð og hin „nýja Jerúsalem" 

38. Í lokakafla beggja hluta - hið kristilega viðhorf
39. með töflu: Kristið viðhorf - „Í heiminum" en ekki „úr heiminum", „þriðja leið"

Í þriðja hlutann: Önnur efnisatriði

Í fjórða hlutann: Gamla testamentið og framlag sökum orðræðu við önnur trúarbrögð

Heimasíða með tilvísun í prentaða heildarútgáfu allra hluta

Réttindi (innprentun Vegir Krists),

Netfang.

.

Nákvæmar ábendingar.

Næstu 37 kaflarnir fylgja skrefunum innan guðspjallanna og opinberunarinnar. Lesa má einn kafla eða kaflanna alla í réttri röð til að öðlast meiri skilning.
Þeir sem hafa meiri áhuga á heildarnálgun þessarar hugleiðslu - þar á meðal hugleiðslu varðandi guðspjöllin - geta smellt hér til að fá nákvæmar ábendingar. Það gæti hjálpað að leita og finna aðgang að raunveruleikanum á bak við öll orðin og taka meiri þátt í honum.

 

 

Opinberun Jóhannesar.

Íhugul rannsókn á Jóhannesarguðspjalli sýnir að það er að mestu byggt á hans eigin íhugun varðandi líf sitt með Jesú.

Opinberun Jóhannesar sýnir á hinn bóginn að uppruna þess sé að finna í framtíðarsýnum. Hér er ekki að finna neinar andlegar útgiskanir á ytri þekkingu lífs í framtíðinni. Samsetning framtíðarsýnanna sýnir einnig, svo lengi sem maður hafi getuna til að túlka sínar eigin innri sýnir og svo framvegis, að þær eiga upptök sín á æðri stöðum en á þeim þar sem okkar ytri væntingar verða til í ímyndunarafli okkar. Í þessu tilfelli er ekki hægt að blanda þessu saman við hinn persónulega huga. Upptökin eru einnig greinilega skilgreind, þó að slíkt væri engin trygging í slíkum upplifunum: „Þetta er opinberun Jesú Krists, sem Guð færði honum til að sýna þjónum sínum það sem brátt muni gerast. Hann kunngjörði það með því að senda engil sinn til þjóns síns Jóhannesar..."

Flestir nútíma guðfræðingar sem aðhyllast mótmælendatrú hafa ekki áhuga á svona opinberunarskrifum. Þeir hefðu eiginlega ekki hæfileikana til að afbrengla þau með vitsmunalegum aðferðum sínum. Í besta falli gætu þeir það að hluta því þeir geta ekki öðlast „aðferð" uppruna þeirra og tengds symbólisma með sinni eigin upplifun. Í kaþólsku kirkjunni eru til hugmyndir um opinberun*, en fólk les þær varla því þær standa sjálfsánægju margra einstaklinga og kirkja í hinum nútímaheimi of fjarri. Á hinn bóginn vísa frjálsar kirkjur og sértrúarhópar beint til opinberunarinnar*, en hafa ónógan, vitsmunlegan skilning á hinni spádómslegu framtíðarsýn. Slíkt leiðir þau til að trúa á ytri hamfarir og í flestum tilfellum sjá þau sig sem þau útvöldu eða þau sem næst koma slíku (*opinberun: úr grísku = afhjúpun.)

Í kaflanum „Hvítasunnuatburðurinn (hvítasunnudagur)" hefur þegar verið bent á umskiptin á milli einstaklingsstarfs Jesú í hans nánasta umhverfi og þróunar á stærri skala.

Ef við lítum á Opinberunarbók Jóhannesar á sama samþætta hátt og guðspjall hans, eins og stungið er upp á í „Innganginum..." kemur óvæntur skilningur fram sem er ekki að finna í skrifuðu máli.

Þessi opinberun sýnir röð atburða sem tengjast röð atburða í lífi Jesú. En hér er án nokkurs vafa verið að ræða um þróun mannkyns, jarðar og alheims. Jafnvel innri og dulspekileg rannsókn á því staðfestir einfaldlega að það er ekki bara samsafn af myndum fyrir þroska eða „vígslu" einstaklinga, eins og sumir héldu, þó slíkt getið hjálpað einstaklingum sökum hliðstæðna við guðspjöllin. Raunsvið opinberunarinnar sjálfrar hefur meira með vitundina að gera þar sem bornir eru atburðir sem áttu sér stað í kringum Jesú Krist fyrir 2000 árum saman við þróun mannkyns og jarðarinnar í alheiminum, samofin á svipaðan máta. Hérna fylgir einnig alheimshlið Krists, til samanburðar við starf hans sem sonur manns fyrir 2000 árum. Frá þessu sjónarmiði væri hægt að komast að niðurstöðu varðandi atburði sem áttu sér stað á smærri skala fyrir um það bil 2000 árum síðan.

Opinberunin er samt sem áður óviðjafnanlega flóknari en lýsing guðspjallanna. Hún er ekki bara „vörpun" varðandi það sem Jóhannes sá í lífi Jesú á atburði heimsins.

Opinberunin í „undirstöðuatriðum" sínum lýsir atburðum í mörgum víddum eða sviðum tilvistar. Tímaröðin er einungis önnur í röðinni. Þetta sýnir að margar túlkanir sem sagnfræðilegir atburðir má aðeins líta á sem framtíðarsýnir og eru oft frekar misvísandi.

Frá annarri, en einnig leyfilegri hlið, sér R. Steinar að sumir nútíma andlegir lærisveinar geta í dag séð fyrir framtíðarástand vitundar. Sjá R. Steiner í: „Die Apokalypse des Johannes", fyrirlestrar árið 1908.

Samkvæmt Otto Hanish, stofnanda hinnar gömlu „Mazda" endurbót lífs hreyfingar sem hneigist til kenninga Zaraþústra, fann Oberdoerffer hliðstæður í hinum lífeðlisfræðilegu kerfum, t.d. í taugatengingum manneskjunnar. Bók: „Apokalypse", frá „Deutsche Mazdaznan- B." Gablonzer Str.7, 76185 Karlsruhe, Germany, - ef enn fáanleg; hugsanlega aðeins á þýsku).

Arthur Schult: „Das Johannesevangelium als Offenbarung des kosmischen Christus" (Jóhannesarguðspjallið sem opinberun alheimskrists) og „Weltenwerden und Johannesapokalypse" (Þróun heimsins og Opinberunarbók Jóhannesar) gerði tilraun til dulspekilegrar túlkunar kafla fyrir kafla. Þetta eru að sjálfsögðu þekkingaraðferðir, að mestu byggðar á rannsókn tákna, en margar athugasemdir mætti gera varðandi slíkt. 

Athugasemd: það hjálpar ekki að blanda saman opinberuninni og spádómi Gamla testamentisins. Þó það séu kaflar með svipuðum myndum. Það er samt sem áður nauðsynlegt að bera hana saman við sagnfræðilega atburði forkristinna tíma sem finna má í viðauka margra biblía. Það er því augljóst að þessir spámenn sáu í flestum tilfellum fyrir forkristna atburði á borð við Babýlonherleiðinguna og hin síðari stríð í landinu og sigur gyðinganna á þeim tíma; einnig atburði varðandi Messías eða Krist (um Messías berið saman síðu okkar um Gamla testamentið). Fáeinir staðir gefa til kynna málefna okkar tíma að auki eða varðandi efnisatriði opinberunarinnar (til dæmis Jes 24; 25; 27; 66:15; Dan 7:9-28).

Í hefðbundinni (kristinni) guðfræði, Opinberunarbók 5:6 var reifað í smáatriðum sem grundvallarsýn: lambinu var slátrað en stendur samt sem áður upprétt frammi fyrir hásæti Guðs. Frá kirkjulegu sjónarmiði hefur verið litið á kirkjuna sem þann fyrsta stað það sem hið nýja er innleitt. Annars meðhöndluðu guðfræðingar Opinberunarbókina í tengslum við hið helsta traust á „ríki" Guðs, sérstaklega í tengslum við samsvarandi ræðum frá tíma klerkdóms Jesú. Sá Guð hófst með Jesú, en á enn eftir að fullkomna, og heldur áfram uns því er lokið; sjá Filippíbréfið 1:6. Gert var ráð fyrir upphafi „nýjum himni og nýrri jörð" (Opinberunarbókin 21) með krossfestingunn og upprisu Jesú – og síðan var gert ráð fyrir áframhaldandi þróun í þá átt. Opinberunarbókin fjallar samt sem áður um óheyrðar hamfarir, sama hve táknrænt litið hefði verið á slíkt. Hin greinilega mótsögn á milli nokkurs sem var í raun þegar til og síðari skilningur mun aðeins leysast þegar slíkt vitund er skilinn að einhverju marki, sem Jesú sýnir þegar hann endurtekur sífellt orðin „Tíminn er kominn og er þegar hér"… (Opinberunarbókin 4 og 5): Hún lýsir að nokkuð á andlegra sviði sem þegar er raunverulega til mun birtast síðar meir.

Í „litlu opinberun" Matteusarguðspjalls (á ensku)

til baka.

 

Um meðhöndlun opinberana.

Á þessum tímapunkti er viðeigandi að bæta við almennum hugmyndum um meðhöndlun opinberana, ekki bara opinberunar Jóhannesar heldur einnig annarra, flestar stuttar „opinberanir" úr óviðurkenndu ritmáli alda á eftir Kristsburð eða nútíma óviðurkenndar framtíðarsýnir skyggnra manna sem eru blandaðar í eðli sínu. Fyrir utan þetta má einnig finna ýmsar „spár". „Grundvallarskrefin" í Opinberunarbók Jóhannesar eru ábyggilega eins óhjákvæmileg og hin mismunandi þroskastig fósturs eða manneskju eða ákveðin þroskastig dulspekings. Það veltur samt sem áður á einstaklingnum hvernig farið er í gegnum þessi skref. Maður getur lært mikið á auðveldan máta og þannig forðast sársauka og óþægindi, eða maður getur beðið eftir miklum hörmungum. Ef maður skoðar atburði heimsins, óháð spámönnum, tekur maður eftir sömu reglu. Sama hvort um er að ræða einstaklingsbundin örlög eða hvort verið er að skoða hlutina í stærra samhengi.

Atriði innan framtíðarsýna, sem eru ekki frumgerðir og því minni grundvallaratriði, eru andleg kerfi. Eftir ákveðinn undirbúning gætu hlutir hafa náð því stigi að ákveðnir framtíðaratburðir fylgja, sem verða sífellt meira afmarkaðir að gæðum, rými og tíma. En þessi orsakabundnu kerfi í einstaklingum og hópum breytast með mannlegri viðleitni, síðan breytast atriði í framtíðinni einnig, ef þau er ekki óumflýjanlegar frumgerðir. Því breytast framtíðarsýnir öðru hvoru. Þetta á sérstaklega við fólk hvers framtíðarsýnir eru ekki af sama ítarlegu stigi og framtíðarsýnir Jóhannesar. Framtíðarsýnir þeirra geta fljótt orðið úreltar. Umfang mannkynsins er samt sem áður takmarkað af mannlegri leti.

Skyggnt fólk getur annað hvort virt fyrir sér óljósar hvatir, líklegast er síðan að þær séu réttar, eða það sér þegar greinilegri möguleika í táknrænni mynd, eða jafnvel nákvæmir efnislegir atburðir. Slíkt getur verið blandað upplýsingum frá undirmeðvitundinni því atriðin hafa líklegast ekki enn verið fastbundin, fyrir utan einfaldar varpanir frá upplifunum í fortíðinni á framtíðina eða annarri blekkjandi skynjun sem á sér oft stað eða túlkunum sem eru að fullu rangar.

Aðrar mótsagnir í slíkri „framtíðarskynjun" endurspeglar augljóslega ýmsum mótsagnakenndum kringumstæðum framtíðarinnar. Í hinum sameiginlega huga mannkyns sem táknar hið „raunverulega", möguleikar ekki enn alveg fastbundnir" sem á upptök sín helst í mannlegum hugarburði... Allir taka meðvitað eða ómeðvitað í þessu samfellda ferli við ákvörðun framtíðarinnar. (* Sjá einnig aukaglugga við lok kaflans varðandi hinar „sjö skálar reiðar").

Á vissan hátt er jörðin meðvituð, frjáls lífvera og það er ekki okkar að segja Guði hvernig skilja eigi þennan hluta af tilvist hans. Á hinn bóginn er maðurinn einnig frjáls og getur tekið ákvarðanir til að leysa vandamál sín á betri máta. Frumurnar virðast einnig hafa ákveðinn breytileika í hegðun sinni, ekki stjórnaðar miðlægt af vitund mannsins, en þessi vitund getur tekist á við hana með jákvæðum hugsunum, o.s.frv.

Því hefur mun meira verið orsakað með því að umbreyta hugsunum og bænum, ást og trú á Guði, með björgun og náð, heldur en viðhorf forlagatrúar gefur til kynna.

Skynjun vissra dulspekinga að á æðstu stigum tilvistar úti fyrir tíma og rúm sé allt þegar þar og hin jarðbundna skynjun varðandi baráttu til að komast að taka rétta ákvörðun o.s.frv. eru báðar réttar, óháðar hvor annarri. Að etja þeim báðum saman, meta á heimspekilegan hátt, gerir ekki góð skil á ólíku eðli þessara stiga og leiðir til rangrar niðurstöðu.

Aukagluggi „Innblástur og kirkjurnar"

til baka.

 

Um efnisinnihald opinberunar Jóhannesar: Kirkjurnar sjö.

Í fyrsta kafla Opinberunarbókarinnar lýsir Jóhannes fyrstu framtíðarsýn Krists eftir uppstigninguna. „Ég sneri mér við til að sjá", eða bersýnilegra í fjórðu kirkjunni „koma hingað…", "og ég var hrifinn í anda á Drottins degi" þýðir að hér kom Kristur ekki yfir Jóhannes heldur gat Jóhannes meðvitað „klifið" tímabundið upp á það stig sem talað er um. Þetta er mikilvægt og ekki táknrænt. „Ég er hinn fyrsti og hinn síðasti. Ég er hinn lifandi. Ég dó... Ég hef lykla dauðans og Heljar." Kristur sameinaður Guði talar við hann. Hérna tilgreinir hann einnig hið almenna efnisatriði sem er rauður þráður í opinberuninni: Gegnflæði hinna mismunandi sviða lífsins sem eru skilin eftir eða „myrkvuð", ekki með neins konar ljósi heldur hinu „sanna ljósi" Jóhannesarguðspjalls, af Guði. Í upphafi fæst samhengi af öllu þegar endurkoma Krists á dómsdegi „í skýjunum" er endurtekin.

Kristur sýnir sjálfan sig í hlutverki sínu í miðju hinna sjö safnaða Asíu, eins og sólin; „klæddan skósíðum kyrtli", andi hann gagntekur allt, þar á meðal fætur hans sem tákna viljann; „og gullbelti var spennt um bringu hans", ást hjarta hans er tengd visku. „Höfuð hans og hár var hvítt...", -tengingin við ást ræður því að höfuð skín; „og augu hans eins og eldslogi", augu hans skína á heiminn; „fætur hans voru sem glóandi málmur í eldsofni", skref hans hafa hreinsandi áhrif út á við; „og raust hans sem niður mikilla vatna", í raust hans titrar einnig andi hans. „Hann hafði í hægri hendi sér sjö stjörnur", Guð laðar öll öfl að sér sem og manneskjur, hægri hans táknar framtíðina, fólkið fylgir honum; „tvíeggjað sverð gekk út af munni hans...", hann færir raunverulega hæfileika til að greina í sundur og á milli.
Þessi framtíðarsýn hljómar sem hliðstæða framtíðarsýnar Jóhannesar skírara í upphafi Jóhannesarguðspjalls, þar sem dúfan er hinn „raunverulegi andi"; hina sjö safnaði má líkja við skipun lærisveinanna (t.d. Jóh 1...).

„Söfnuðirnir sjö" (sjö kirkjur; Opinberunarbók 2-3) voru í raun til. Þeir innihalda ýmis menningarleg vandamál, hæfileika og möguleika sem Kristur lét „engla samfélagsins" skrifa um. Í þessu sambandi virðast „englar" einnig vísa til veraldlegra leiðtoga þessara safnaða. Bréfin á ekki einungis að skilja sem „yfirnáttúrulega" atvik. Söfnuðirnir gerðu ráð fyrir að engill fylgdi starfi þeirra. En notkun orðsins engill, sem ópersónuleg vera og máttur, getur einnig bent til þess að kristnu söfnuðirnir sjö í sjö bæjunum endurspegla einnig hvers konar hæfileika þeir innihalda, sem einnig eru tjáðir annars staðar.

Því hlýtur eitthvað að vera til í því þegar guðspekilegar, mannlífsspeki- og rósakrosshreyfingar eru allar sammála því að hinir „sjö söfnuðir" séu menningarheimar. Samtímaumbreyting siðmenningar Vesturlanda í mildari menningarheim er sú breyting sem átti sér stað í 5./6. söfnuðum eða 6./7. söfnuðum. Stundum eru tilraunir gerðar til að koma á tengslum á milli hugmynda „Aquarian Era" sem hófst, samkvæmt ýmsum stjörnuspekilegum eða nýaldarstefnum á milli 1961 og 2000 eða jafnvel 2242. R. Steiner heldur því fram að heildaráhrif hennar verða ekki sýnileg fyrr en árið 3500. Þetta var tengt ályktunum undir-tímabila (sub-era) 300-400 ára. Þó þetta sé byggt á alheimshringrásum hefur verið litið framhjá nokkur mikilvægu hér.

Eðli opinberunarinnar er ekki byggð á „síendurtekinni eilífri endurtekningu sömu tólf stjörnumerkishæfileika". Ímynd spírals, þar sem allt þróast í hærri og hærri svið, væri betri lýsing á þessu. Hin grundvallar „skammtastökk" mannkyns og þróun heimsins í opinberuninni er ekki einungis hægt að sjá sem grunn fyrir sífellda hreyfingu á möndli jarðar eins og snúðvísir og stjörnuspekilegar kringumstæður. Ef samtímasaga er skoðuð hefur sífellt hraðari þróun átt sér stað. Hérna getur maður fundið fyrir íhlutun einhvers æðra. Ef maður vill leita að hringrás sem uppruna opinberunarbreytinga verður að viðurkenna frekari stærri hringrás. Opinberunin gæti samt sem áður verið að ræða um þessi áhrif.

Ef velt er fyrir sér rannsóknum á alheimsbreytingum árla í sögunni, sem ekki fá nægilegan gaum, eins og finna má í gömlum dagatölum, fornleifafræðilegum uppgötvunum, skrifuðu máli, þjóðsögum eftir H. J. Andersen og aðra, er hinn stjarneðlisfræðilegi raunveruleiki og því einnig tímabilin sem tengjast honum ekki jafn stöðugur og við héldum upprunalega. Hann virðist breytast eða missa tímabundið hlutverk sitt sökum róttækra áhrifa. Í slíkum tilfellum væri mikilvægi hringrásar hins klassíska tíma enn meira takmarkaður heldur en á tíma hina „fimm safnaða" sem guðspekingar reyndu að útskýra sem menningarheima Indlands, Persíu, Egyptalands og Kaldea, Grikklands og Róm… og menningarheimur Vesturlanda allt fram í nútímann.

Til frekari upplýsinga: „Enlightenment on the Apocalypse" (... eftir Helene Möller - 1884-1969 -, útgefandi: Radona-Verlag, Am Buchstein 14/15, D-61250 Usingen, Germany, einnig fáanleg á ensku) tengist „kirkjunum sjö" í mismunandi tímum í kirkjusögu:
1. 33- 333 e.Kr.: Á í erfiðleikum með að fylgja leiðbeiningum drottins á réttan máta... .
2. 333- 633 e.Kr.: Vandamál og trúfesta hinnar gömlu kirkju... .
3. 633- 933 e.Kr.: Fræðsla í gegnum hina heilögu ritningu... .
4. 933- 1233 e.Kr.: Hætta steðjar að kirkjunni sökum „hégómaskapar, yfirlætis, græðgi og munúðar".
(Athugasemd: stríð og rannsóknarrétturinn átti sér einnig stað á þessum tíma.)
5. 1233- 1533 e.Kr.: „Óhreinleiki og sjálfselska" í kirkjunni, síðan fylgir „fráhvarf frá trú".
(Þessi bók lítur samt á hinar kaþólsku kirkjur og kirkjur mótmælenda sem „hin tvö vitni" Opinberunarbókin 11 - eins og tveir vinir sem hæfa hvor öðrum.)
6. 1533- 1833 e.Kr.: Yfirborðskennd kristni... .
(Athugasemd: upphaf rökhyggju og hinna gömlu vélhyggjuvísinda áttu sér einnig stað á þessu tímabili.)
7. 1833- 2000 e.Kr.: Afskiptaleysi margra gagnvart kirkjunum og Guði.
(Þá er sagt að við séum að nálgast hina róttæku breytingar endurkomu Krists á dómsdegi, eins og skrifað er um í afgangi Opinberunarbókar Jóhannesar. Það er útskýrt sem eitt alheimsatvik, séð frá mörgum hliðum. Þó að (gamla) framtíðarsýnin sé útbreidd, sem hefur að geyma stórstríð, ólík hugmyndinni að „bænir fólksins" gætu breytt þessu, og sérstaklega að þeir trúuðu munu tengjast Guði og innblæstri hans og því lyftast upp til hans.)
„Vegir Krists" styður ekki sjálfkrafa öll efnisatriði þeirra heimasíða og bóka sem nefndar hafa verið.

Í samanburði við eftirfarandi skref í opinberunarbókinni standa hinir „sjö söfnuðir" fyrir stigi (stigum) sem gæti verið hægt að ná tökum á með mætti vitundar hins ytra lífs.

 

„Kirkjurnar sjö" og kirkjur nútímans -
(á þýsku og ensku heimasíðunum eru frekari kaflar úr opinberunarbókinni)

a.) Hinar sjö kirkjur Asíu.

Kirkja

Kristur talar sem:

staðfesting

 ávítur

markmið þeirra sem vinna bug á sjálfum sér

Efesus

Sá „sem heldur á stjörnunum sjö í hægri hendi sér, sá sem gengur á milli gullstiknanna sjö"

erfiði, þolgæði, sættir sig ekki við vonda menn; „hatar verk Nikólaítanna sem ég sjálfur hata****" og kemur auga á falsa postula; þolinmæði og þolað mikið vegna mín; og hefur ekki gefist upp.

„...þú hefur fallið frá þínum fyrri kærleik." ...„sjáðu að þér og breyttu eins og fyrrum. Að öðrum kosti kem ég til þín og færi ljósastiku þína úr stað nema þú sjáir að þér."

„Þeim er sigrar mun ég gefa að eta af lífsins tré sem er í Paradís Guðs."

Smyrna

„sá fyrsti og síðasti, sá sem dó og varð aftur lifandi"

„Ég þekki þrengingu þína og fátækt - en þú ert samt auðugur. Ég veit hvernig þú ert hrakyrtur af þeim sem segja sjálfa sig vera Gyðinga en eru það ekki heldur samkunda Satans."

„Kvíð þú ekki því sem þú átt að líða. Djöfullinn mun varpa nokkrum yðar í fangelsi til þess að reyna yður og þér munuð þola þrengingu í tíu daga "

„Vertu trúr allt til dauða og ég mun gefa þér kórónu lífsins. Þeim er sigrar mun sá annar dauði ekki granda."

Pergamos

sá „sem hefur sverðið tvíeggjaða og beitta".

„Samt hefur þú verið mér trúr og ekki afneitað trúnni á mig, jafnvel ekki á dögum Antípasar, míns trúa vottar, sem deyddur var hjá yður þar sem Satan býr."

Sumir sem aðhyllast kenningar Bíleam Bakal, trúarregla er tældi Ísraelsmenn svo að þeir neyttu kjöts, sem helgað var skurðgoðum, og drýgðu hór; sumir Nikólaítar. „Sjá því að þér. Að öðrum kosti kem ég skjótt til þín og mun berjast við þá með sverði munns míns.

„Þeim er sigrar mun ég gefa af hinu hulda manna og ég mun gefa honum hvítan stein og á steininn ritað nýtt nafn sem enginn þekkir nema sá er við tekur."

Þýatíru

„sonur Guðs sem augu hefur eins og eldsloga og fætur líka glómálmi"

„Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk þín eru meiri en hin fyrri". 

Þú líður Jessabel, konuna sem segist vera spámaður og kennir þjónum mínum, afvegaleiðir þá til að drýgja hór og eta kjöt helgað skurðgoðum Ógnun: lenda í miklum þrengingum, nema hún iðrist ekki og áhangendur hennar mun ég deyða. „Ég mun gjalda yður hverju og einu eftir verkum yðar". En yður hinum í Þýatíru, sem hafið ekki fylgt kenningu þessari: „Aðra byrði legg ég eigi á yður. En haldið fast við það sem þér hafið þangað til ég kem."

„Þeim er sigrar og varðveitir allt til enda það sem ég geri og kenni mun ég gefa sama vald yfir þjóðunum sem faðirinn gaf mér. Og hann mun stjórna þeim með járnsprota og mola þær eins og leirker eru moluð. Og ég mun gefa honum morgunstjörnuna."

Sardes

Sá „sem hefur þá sjö anda Guðs, stjörnurnar sjö."

„Ég þekki verkin þín" „En þú átt fáein nöfn í Sardes sem ekki hafa saurgað klæði sín og þau munu ganga með mér í hvítum klæðum því að þau eru makleg."

„Þú lifir að nafninu til en ert samt dauður. Vakna þú og styrk það sem eftir er og að dauða komið. Því margt hef ég fundið í fari þínu sem ekki stenst fyrir Guði mínum." Minnst þú þess sem þú hefur numið og heyrt og varðveit það og bæt ráð þitt. Ef þú vakir ekki mun ég koma eins og þjófur"

„Sá er sigrar skal þá skrýðast hvítum klæðum og eigi mun ég afmá nafn hans úr bók lífsins. Ég mun kannast við nafn hans frammi fyrir föður mínum og englum hans."

Fíladelfíu

„ sá heilagi, sá sanni sem hefur lykil Davíðs, hann sem lýkur upp svo að enginn læsir og læsir svo að enginn lýkur upp"

„Ég þekki verkin þín Þú hefur lítinn mátt en hefur þó varðveitt orð mitt og ekki afneitað mér. Af því að þú hefur varðveitt orð mitt um þolgæði mun ég varðveita þig á þeirri reynslustund sem á að koma yfir alla heimsbyggðina til að reyna þau sem á jörðinni búa."

„Ég skal láta lygarana af samkundu Satans, sem segjast vera Gyðingar en eru það ekki, koma og kasta sér fyrir fætur þér og láta þá vita að ég elska þig." „Haltu fast því sem þú hefur til þess að enginn taki kórónu þína.

Þann er sigrar mun ég gera að máttarstólpa í musteri Guðs míns og hann skal aldrei framar fara þaðan. Á hann mun ég rita nafn Guðs míns og nafn borgar Guðs míns, hinnar nýju Jerúsalem, er kemur af himni ofan frá Guði mínum, og nafnið mitt hið nýja.

Laódíkeu

„sem er amen, votturinn trúi og sanni, upphaf sköpunar Guðs"

(„Ég þekki verkin þín"; en það er engin greinileg jákvæð viðurkenning."

"En af því að þú ert hálfvolgur**** og hvorki heitur né kaldur mun ég skyrpa þér út af munni mínum". „...Þú veist ekki að þú ert vesalingur og aumingi, fátækur, blindur og nakinn. Ég ræð þér að þú kaupir af mér gull, skírt í eldi...", „og hvít klæði...", „smyrsl á augu þín...". „Ég tyfta og aga alla þá sem ég elska. Legg þú því allt kapp á að bæta ráð þitt."

„Ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér. Þann er sigrar mun ég láta sitja hjá mér í hásæti mínu eins og ég sjálfur sigraði og settist hjá föður mínum í hásæti hans."

* önnur þýðing: „í skjótri röð"; ** önnur þýðing: „söfnuðir"; ** önnur þýðing: „og konungsríki dauðans"/ „og Heljar"; *** algengari þýðing: „hatur" (Kristur hatar engan!); sjá einnig Efesusbréfið; **** „hálfvolgur" táknar ekki augljósa einstaklingsmiðaða stöðu heldur fjarveru stöðu.
Það að Kristur talar þegar til hverrar kirkju með öðrum hæfileika í sjálfum sér sýnir að hver kirkja fær aðra „námsskrá".

 

b.) Kirkjurnar í nútímanum.

Hinar „sjö fyrri kirkjur" voru í raun og veru til. Í meginhluta ways-of-christ.net er einnig minnst á almennt mikilvægi mismunandi menningarlegra hópa. Það er einnig mögulegt að rannsaka spurninguna hvort álíka eiginleikar sem tilheyrðu hinum „sjö kirkjum" séu til innan kirkna nútímans eða hópa innan kirknanna og kristinna hreyfinga. Engin kennsl eru ætluð í aðaldráttum og þess vegna er ekki minnst á niðurstöðurnar hér. En í eftirfarandi efnisgreinum er stuttlega minnsta á kirkjur með sín mismunandi sjónarmiða til að gera einstaklingum kleift að leita eftir líkindum sjálfir. Engin kirkja er dæmd hér þar sem einungis Kristur getur gert slíkt. Þvert á móti gæti maður fengið tilfinningu fyrir hinu leynda mikilvægi hinnar alkirkjulegu hreyfingar „unity in diversity", eins og alheimsmynstur hinna „sjö tóna".

Kirkjur nútímans / hreyfingar.

aðalatriði þeirra.

hlutir sem fólk sem hefur áhuga á þessum kirkjum verður að umbera.

Gríska, Rússneska, Serbneska rétttrúnaðarkirkjan; Sýrlenska rétttrúnaðarkirkjan og sumir fylgissinnar hinnar gömlu keltnesku kristni; Armenska kirkjan; Egypska koptíska kirkjan og eþíópska kirkjan;

„Tómasarkirkja" á Indlandi; Nepalska kirkjan;...

Oft sterk trú, stundum djúp andleg þrá - t.d. munkar o.s.frv., þrautseigja, afleiðingar.
Vottur af frumleika. Oft grafhvelfing undir kirkjunni, minnir á hinar gömlu kristnu, dulspekilegu hefðir. Kenningar um viskuna (María / Sófía). 

Í flestum tilfellum fallegur en strangur og hefðbundinn helgisiður, til dæmis þrjár klukkustundir standandi. (fyrir utan hina einstöku Tómasarkirkju). Lítil aðlögunarhæfni að hinni margvíslegu leit að nútímalegu ungu fólki, sérstaklega í fyrra umhverfi trúleysingja, sem er oft meira eða minna á jaðri kirkjunnar og hugsar á veraldlegri máta.
Þrýstingur kommúnista eða tilhneigingar þjóðernissinna leiddi til takmarkana á starfi sumar þessara kirkna eða óvináttu við aðrar kirkjur eða fólk. ...

Frjálsar kirkjur, evangelískar kirkjur, einnig Hvítasunnukirkjur, Kvekarar;

Önnur samtök, stundum álitin sem „sértrúarsöfnuður"* með vafasamar röksemdir Aðventistar, Nýja postulakirkjan, Mormónar og önnur samtök.

Einfaldleiki og ósveigjanleiki í samræmi við eigin trú og siðferði Fyrir þá einstaklinga sem hentar slíkt gefa þessi óbrotnu tengsl við Jesú Krist beinni aðgang að mætti hans; sterkar upplifanir í trú, eins og að fá svör við bænum óvenjulega og læknandi; stundum með vitnisburði o.s.frv. í guðþjónustunni.
hnitmiður rannsókn á biblíunni án þess að þræta fyrir erfiða hluta hennar;
Góður sameiginlegur stuðningur meðlima hins lifandi safnaðar - enginn innantómur „sunnudagur" eða „jól, kristindómur".

Fyrir utan hinni margvíslegu hvatningu hvað varðar trú manns eru engar beinar aðferðir hvað varðar undirbúning fyrir andlegar upplifanir. Því er í flestum tilfellum skortur á þögn og á aðferðum byggðum á kristinni hugleiðslu (þar sem flestum öðrum kirkjum skortir slíkt).
Hinn vel meinti siðferðileg strangleiki í mannlegum samskiptum samanstendur af bönnum, stundum fylgir honum fullnægjandi ráðleggingar, hvernig t.d. vinskap á að meðhöndla.
Oft takmarkaður vilji til að skilja hina margvíslegu kristnu upplifun út fyrir þá sem þekkt er innan þessa hluta kirkju. Oft er viðkvæðið það að það sem nægir fyrir mann ætti einnig að nægja við trúboð allra annarra. Stundum tilfinning að manns eigin kirkja sé sérstaklega valin.
Stundum, þvert á ímyndina sem haldið er fram af þessari hreyfingu, styður hún einhliða við pólitísk viðhorf. ...

Flestir í mótmælendakirkjunni

og framfarasinnuð „opin kirkjuhreyfing"

T.d. bein notkun Lúthers á biblíunni sem uppspretta trúarinnar.
Margar félagslegar þjónustur. Oft hreinskilni, að taka trúina einnig alvarlega hvað varðar pólitískar ákvarðanir manns; að hugsa sjálfur og að vara fólk við, einnig út fyrir efnisatriði siðferðis.
Hreinskilni hvað varðar alkirkjuleg tengsl á milli kirkna. ...

Í dag fjarlægir oft gagnrýninn sagnfræðileg rannsókn guðfræði hluta af þessari trú og í prestaskólum er prestum kennt að kenna þann hluta þrátt fyrir það.
Sumir leita leiða til að auka andlega dýpt trúarinnar en slíkt stendur sjaldan til boða.
Algengur er yfirborðsháttur og of mikill aðlögun við þjóðfélagið, einnig á samkomum. Stundum voru kirkjur jafnvel samtímis orsök vafasamra þróunar í þjóðfélagi sem er keyrt áfram af frammistöðu (kalvínstrú). ...

Vinstrisinnuð kaþólska, feminísk guðfræði, guðfræði er varðar frelsun „þriðja heimsins"

Gamla kaþólska kirkjan

Mjög nærri lífi fólksins; runnin af rótum kristni, sterk viðleitni fyrir félagsleg réttindi og mannréttindi, o.s.frv. Einnig varðar þetta eftirfylgni innan kirkjunnar.

Viðleitni til að finna viðeigandi andlegt og mannlegt hlutverk fyrir konur. Einnig hefur verið áhersla á lágmarks hreinskilni hvað varðar færar leiðir við dulspekilegar upplifanir. ...

Trú sumra varð grunnhyggin. Stundum aðeins sjónarmið varðandi djúpar sálfræðilegar og félagslegar kenningar (sem væru góðar og gildar fyrir alla, einnig fyrir hreinræktaða húmanista).

Sumir er aðhyllast feminíska guðfræði eru innblásnir af gömlum trúarreglum, sem eru ekki alltaf rannsakaðir, hvað varðar samrýmanleika við kristni. ...

Rómversk-kaþólska kirkjan

og strangari kaþólskar hreyfingar, t.d. er varða Spádóminn um Maríu og „charismatic movement" og dulspeki.

Umsjón trúarinnar og helgisiða innan þessarar kirkju. T.d. innan tilbeiðslunnar á Maríu og öðrum hefðum sem vantar í sumum kirkjum.
Mikið af góðgerðarstarfsemi; félagsleg eftirfylgni einni í heimskirkjunni.
„Viðskilnaður" að hluta frá hinni almennu hnignun þjóðfélagsins.
Nokkrar aðferðir fyrir innri þroska (andlegar æfingar, einfaldar hugleiðslur) fyrir fáeina meðlimi kirkjunnar.
Innan þessarar kirkju birtust margir dulspekingar: endurtekning á leyndarmálum í tengslum við krossfestingu Jesú. (Hinn vel þekkti guðfræðingur Rahner sagði að kirkja framtíðarinnar ætti að leggja rækt við kristna dulspeki.) ...

Kirkjan lagði mikið undir kenningum og valdi embættisins til að láta til sín taka í stað þess að kenna nútímafólki með samkennd og skilning sem er oft sjálftreystið. Lítil viðleitni í garð „tungumála" sem nauðsynleg eru við miðlun trúartengdra umræðuefna fyrir mismunandi fólk á andlegan hátt. Siðferði sem byggt er helst á boðorðum og bönnum. Hin siðferðilega „bremsa" snýr ekki að raunverulegum umskiptum og endurnýjun.
Vinna hefur hafist við að vinna af sér fyrri atburði tengda rannsóknarrétti, stríðshefðum og samvinnu við leiðandi öfl, en slíkt er erfitt.
Ímyndunin að manns eigin kirkja sé sú eina sem er góð og gild.
Einnig voru dulspekingar mest umbornir, í stað þess að viðurkenna þeirra nýstárlega hlutverk. ...

Christengemeinschaft og Kristsfræði Rudolfs Steiner; og kristna Rósakrossreglan;

sérstakir söfnuðir: Nýjar opinberunarhreyfingar

Aðrar stefnur, t.d. þær sem lúta kenningum J. Hurtak prófessors.

Hrifinn af hinum vanræktu nálgunum kristni með viðurkenningu*** - ekki nákvæmlega eins og „gnostisisma"; byggð t.d. á Jóhannesarguðspjalli; sem var útrýmt með ofsóknum í flestum tilfellum. (Því vantaði þessa tegund kristinnar trúar sem leiddi til margra atburða í nútímakirkjum sem krefjast endurbóta.)
Margir vegir við þjálfun til að opna sjálfan sig á veginum til Guðs.
Hurtak vinnur til dæmis með „nöfn Guðs" úr hinu gamla tungumáli biblíunnar. ...

T.d. er oft aðeins „starfað í samræmi við Krist" í mannlífsspeki í stað þess að taka hann einnig beint með í bænum, o.s.frv. („Christengemeinschaft", kirkja sem hefur að geyma þætti sem innblásnir eru af R.Steiner, er ekki talin vera beinn hluti af mannlífsspeki.)
(Það sýna ekki allir nútímahópar er tilheyra Rósakrossreglunni og Alkemistar sömu augljósu tengsl við Kristni.)
Nýjar opinberunarhreyfingar sem og þær sem eiga upptök sín að rekja til dulspekingsins Jakobs Lorber fylgja biblíunni og innihalda einhvers konar „opinberun". Dómgreindarsjónarmið á þessu sviði eruð nauðsynleg, ef maður á að meta slíkar kenningar****.

Sumir hópar sem varla má kalla samtök og eru á jaðri kristinnar trúar, t.d. nærri nýaldarhópum

Leita að hluta til að nýju tíma út fyrir ófullkomleika hins nútíma efnislega þjóðfélags, hingað til tengt loforði Opinberunarbókarinnar.

Líta á hæfileika manns í stað þess að fordæma aðra. Umræða á milli margra stefna. ...

Ekki alltaf greinarmunur á milli Krists og meints „Krists" eða „vitundar Krists" vissra hugsanastefna.

Því það er aðeins ítarlegur sameiginlegur grundvöllur á milli trúarbragða hvað varðar siðareglur, en minna hvað varðar trúartengd umræðuefni, stundum er deilt um mismuninn sem hjálpar ekki. Því Guð er ofar öllu er stundum ekki skilið ástæður þess að siðferðilegar ákvarðanir á milli uppbyggjandi og eyðileggjandi eru nauðsynlegar. Því umber hún að hluta til vafasama hluti og skortir siðferðilega þolinmæði á meðal þeirra sem mótuðu hina skipulögðu kristnu trú. Lítil afskipti af vandamálum þjóðfélagsins sem hreyfingar. ...

* Væri einnig mögulegt að bera kirkjur saman við hina upprunalegu 12 postula. Mismunandi fólk í mismunandi kirkjum, það sem aðstoðar það.
**
Ef þú hefur áhuga á hópi og: a.) hann heimilar þér þitt persónulega frelsi og samskipti við fjölskyldu og vin; b.) hann styður ekki gjörðir sem eru ekki siðferðilegar; c.) hann reynir ekki að ná yfirhönd á eign þinni (nema að fá meðlimagjald þitt, eða skatt í sumum löndum, og sjálfviljug framlög); d.) hann vísar til biblíunnar og Nýja testamentisins, til Jesú með sömu merkingu; e.) hann viðurkennir að hann er ekki hinn eini sanni kristni hópur; - þá á hugtakið „sértrúarsöfnuður" ekki við. Þetta er óháð mati á guðfræðilegum túlkunum þeirra, sem allar kirkjur búa yfir, og mati á þeirra frekari hefðum, sem er til staðar í öllum kirkjum nema sumum frjálsum kirkjum mótmælenda.
***
T.d Jóhannes sjálfur, Klemens frá Alexandríu, Origenes, Paulikianar, Joachim de Fiore, Master Eckehart, Tauler, Seuse, Nicolaus of Kues (Cusanus), Jakob Boehme, Angelus Silesius, Paracelsus, Novalis o.s.sfrv. Hópar á borð við þessa geta einnig haft sínar takmarkanir eins og allar kirkjur hafa sínar en þeir eru einnig hlutar af kristindómi. Bogumiles og Katararnir voru svipaðir að hluta en voru draga sig einhliða til baka frá heiminum.
****
Sjá kaflann „Um meðhöndlun opinberana" í megintexta ways-of-christ.net. Ekki starfa allir hópar á þennan máta sem samkeppnisaðilar og því ráðleggja þeir ekki fólki sínu að yfirgefa kirkjur sínar (t.d. Lorber). Aðrir hópar gagnrýna stórar kirkjur því þeir telja sig vera ofsóttir af þeim.

c.) Aðferðir við að leysa deilur á milli kirkna í alkirkjulegu hreyfingunni.

Heildaryfirsýn á kristni fer ekki að vera sýnileg fyrr en maður skoðar alkirkjulegan fjölbreytileika kirknanna. Þeir sem vilja draga úr upplýsingum kristinnar trúar og finna minnsta þekkta nefnara hinna stóru kirkja halda aftur af hvöt fólks og kirkna sem nauðsynleg er til að horfa fram á við í endurnýjun kristinnar trúar. Kristin trú hefur orðið yfirborðskennd í samanborði við hina fyrri kirkju. Kristnir menn verða að læra hver af öðrum. En á meðan þessi ferli stendur geta allir haldið í persónuleika sinn. Meiri vitund hvað varðar að tilheyra innan fjölbreytileika kirknanna þýðir ekki að tilraunir séu gerðar núna til að ná fram kristinni trú að fullu sameinaðri. Kristur sjálfur, í bréfum sínum til kirknanna sjö, minntist alls ekki á þessa einingu. Hann vissi að fólk væri mismunandi. Annars staðar spáir hann fyrir um tíma þegar einum fjárhirði og einni „hjörð", en þýðir það að hjörðin sé án nokkurs konar innri fjölbreytileika? Hinn æðsti fjárhirðir er Kristur sjálfur. Hann er einnig sá eini sem gæti kallað fram sameiningu kirknanna á réttan hátt. Hver myndi hlusta á einhvern annan? En skref í þessa átt eru möguleg. Hér eru nokkrar athugasemdir varðandi stefnu helstu kirknanna og því sem þær telja vera helstu hindranir hvað þetta umræðuefni varðar (felst fólk í kirkjunum hefur ekki áhuga á að hafa hindranir á vegi sér):

0. Mikilvægur grunnur er hin sameiginlega sýn á skírninni sem sakramenti.
Á meðan Second Vatican Council of the Catholic árið 1962 stóð átti sér stað nokkurs konar tækifæri fyrir hina alkirkjulegu hreyfingu. Samþykkt var að þættir á borð við Orð Guðs, lifandi miskunn (living mercy), von, ást og gjafir hins heilaga anda, bæði ósýnilegir og sýnilegir þættir, væru einnig til fyrir utan kaþólsku kirkjuna og að frelsun frá synd og endurlausn er einnig möguleg innan annarra kirkna. En samt sá kaþólska kirkjan sig aðeins sem hina einu fullkomnu kirkju.

1. Kaþólska kirkjan segir að kirkja mótmælenda hafi ekki hina óbrotnu „postullegu vígsluröð", með því að leggja hendur yfir frá hinu upprunalegu postulum, í tengslum við vígslu biskupa og presta. Því eru þær ekki viðurkenndar að fullu sem systurkirkjur. Sumar kirkjur mótmælenda urðu til að hluta í gegnum trúskipti með aðstoð ríkis þeirra; því urðu vígðir prestar einnig að skipta um trú. Síðan tóku þeir þátt í prestvígslu annarra presta. Að leggja hendur yfir til blessunar og lækningar, o.s.frv. er vissulega biblíulegt. Biblían segir ekki fyrir víst að prestar þurfi óbrotna keðju við að leggja hendur yfir. En ef maður vill túlka þetta á þennan þátt er mögulegt að kirkjur mótmælenda myndu hefja að nýju að leggja hendur yfir sem myndi ekki valda þeim neinum skaða. Í þessu skyni gætu þær fundið einhvern innan eða fyrir utan kirkjurnar sem er hluti af þessari óbrotnu keðju. Þetta væri meiri áskorun fyrir sjálfsvitund kirkna mótmælenda.
Það er einnig annar möguleiki, nokkur sem allar kirkjur viðurkenna, að maður getur einnig beðið fyrir tengingu manns við hinn heilaga anda sem er annars veitt með því að leggja hendur yfir. (Allir trúmenn geta meira segja gert þetta. Til er fólk sem er sérstaklega fært um kristna lækningu með því að leggja hendur yfir án nokkurs konar vígslu, færari en flest vígt fólk) Síðan gæti prestur sem hefði fengið heilagan anda látið hann ganga áfram á hefðbundinn máta með því að leggja hendur yfir. Þessi útgáfa væri ábyggilega undarleg fyrir kaþólsku kirkjunni. (En kirkja mótmælenda hefur ekki heldur iðkað hana, því hefði hvorug þeirra ósanngjarnan ávinning.) Kaþólska kirkjan getur viðurkennt þetta sem möguleika að á hefðbundinn máta væri ekki mögulegt að vita hvort hinn heilagi andi væri þar til staðar á sama gilda máta eða ekki. Það voru samt sem áður alltaf kaþólikkar sem gátu sagt fyrir um hvort þetta væri áhrifaríkt eður ei. (T.d. fólk eins og Padre Pio, o.s.frv.) Einnig er spurningin hvað eigi að gera við vígða einstaklinga í kaþólsku kirkjunni sem hindraði líklegast flæði hins heilaga anda með róttækum misgjörðum? Gæti hann enn veitt hinn heilaga anda? Án rannsókna og/eða fólks á borð við Padre Pio væri ekki mögulegt að finna áreiðanlegt svar.

2. Kaþólska kirkjan vill að spurningin varðandi hlutverk embættis Jóhannesar, sem þýðir Páfinn í öðrum kirkjum, sé tengd við hugmynd þess sem sýnileg full sameining kirknanna undir stjórn hans. Jesús sagði Pétri að hugsa um „lömbin" og „sauði".(Jóh 21). Jesús setti ekki Pétur yfir hina lærisveinana og hópa þeirra heldur hins núverandi meginstraum kristinna manna. Jóhannes átti t.d. sínar eigin kirkjur í Asíu (sjá að ofan), Páll leitaði margra safnaða, o.s.frv. Því kemur spurningin fram hvað það myndi þýða í dag ef eftirmaður Péturs myndi „setja sauðina á beitiland". Fulltrúar rétttrúnaðarkirkna höfðu gefið til kynna að þeir myndu viðurkenna einhvers konar „heiðursforgang" páfans án beins valds yfir öðrum kirkjum; álíka og hlutverk rómverska biskupsins í frumkirkjunni sem sá fyrsti á meðal jafningja. Sumir guðfræðingar mótmælenda hugsuðu meira segja um þetta en páfagarður brást ekki beint við. Síðar skrifaði páfinn að aðrar kirkjur myndu velta fyrir sér því hlutverki sem þær telja að páfadómur ætti að hafa Tillitssemi myndi ekki skaða neinn. Ef að kirkjurnar myndu sameinast myndu þær án nokkurs vafa velja sameiginlegan leiðtoga.

3. Kirkjur mótmælenda myndu vilja sjá vígslu kvenna sem presta í kaþólsku kirkjunni. En rétttrúnaðarkirkjur, hlutar biskupakirkjunnar og sumar kirkjur mótmælenda eiga einnig í vanda með þessa spurningu. Á hinn bóginn eru einnig innan kaþólsku kirkjunnar t.d. í Þýskalandi hópurinn „Plebiscite We are the Church" sem krefjast þess einnig Það skiptir ekki máli hve mikilvæg spurningin er, það er erfitt að skilja af hverju þarf að leysa hana í gegnum alkirkjulegar umræður. Þetta er spurning sem verður að leysa innan hverrar kirkju, í samræmi við vitund þeirra. Á meðan ætti páfagarður ekki að hafna rétti mótmælenda til að halda vígslu sinni áfram á konum til presta, sérstaklega þegar ferli aðhneigingar kirkja eykst. Hinar mismunandi hefðir geta reynst jákvæð áskorun til að takast á við í manns eigin kirkju.
Biblían (Páll) tekur aðeins fram örlítið mismunandi hefðbundið hlutverk karla og kvenna í söfnuðinum. Á þeim tíma ræddi enginn að konur ætti almennt séð að hafa minni réttindi. Hópur lærisveinanna vissi hve mikilvægt hlutverk t.d. Maríu eða kvenna almennt séð var, jafnvel á meðan fyrsta hvítasunnuatburðinum stóð (hvítasunnudagur). „Konan veri þögul í söfnuðinum" hafði sannarlega aðra merkingu en sú sem síðar var túlkuð og hefur lítið með spurninguna um réttindi að gera. En uppi eru efasemdir um hvort kirkjurnar geti túlkað slíkt á sama máta. Því er ekki hægt að leysa þessa deilu í samhengi umræðunnar um sameiningu að þessu sinni. Þeir sem halda að þeir geti leyst spurninguna með því að sameina hana spurningunni um sameiningu gætu orðið fyrir vonbrigðum. Það er að öllum líkindum einfaldara að leysa þessi umræðuefni í sitthvoru lagi. Þegar tími sameiningar nálgast munum við sjá hvaða kirkja er tilbúin að gera hvað.

4. Tilbeiðsla Maríu eins og þekkt er í kaþólsku kirkjunum og rétttrúnaðarkirkjunum er ekki iðkuð í kirkjum mótmælenda, en ekki er litið á slíkt sem aðalhindrun við meiri einingu. Second Vatican Council samþykkti að í kirkjusiðaspurningum gæti leynst gagnlegur mismunur, samkvæmt viðhorfum trúmannanna. Við þekkjum t.d. viðleitni prests á 5. og 6. áratuginum sem reyndi að endurreisa einhvers konar tilbeiðslu á Maríu í kirkju mótmælenda.

5. Annarsvegar getur maður skilið að lög kirkjunnar (CIC) sé viðkvæmt umræðuefni því að áður fyrr leiddu þau einnig til misnotkunar. En hlutverk hennar í dag ætti ekki að snúast eitthvað sem hindrar viðleitni kirknanna til að kalla fram meiri einingu. Sjálf biblían framfylgir ekki hlutverki hefðbundinna kirkjulaga í kaþólsku kirkjunni. Þessa stundina á þetta við eina kirkju. Hver kirkja getur haft og verður jafnvel að hafa sín eigin lagaboð og þar með sín eigin „lög" upp að ákveðnu marki, svo lengi sem hún er eining eða jafnvel undireining. Kirkjurnar sjálfar stjórna breytingum á slíkum reglum - svo lengi sem enginn vilji að allar aðrar kirkju samþykki þær án umhugsunar. Þó að einhver myndi vilja ræða að taka við stjórn CIC veit jafnvel kaþólska kirkjan að slíkt verk myndi krefjast nýs, sameiginlegs ráðs sem myndi búa til eða setja saman ný, sameiginleg lög. Árið 1983 aðlagaði kaþólska kirkjan sín eigin lög að hinni nýju „guðfræði fólks Guðs" sem samþykkt var á Second Vatican Council árið 1962. Þetta er því ekki umræðuefni sem myndi hindra leiðina að einingu.

6. Annað sem olli ágreiningi var spurningin um réttlætingu mannsins frammi fyrir Guði, annað hvort af verkum manns eða af frelsaranum. Þar sem sameiginlegt álit er til staðar á milli kirkna kaþólikka og mómælenda varðandi þessa spurningu þarf eiginlega ekki að ræða hana.

Það væri mögulegt fyrir kirkjur að komast nærri hvor annarri í sönnu alkirkjulegu samfélagi í stað þess að pína* Guð með afmörkunum sínum. Slíkt ætti að gera „tilfinninganæmi og tillitssemi í garð annarra, með þolinmæði og hugrekki, með virðingu fyrir sannleika hennar„ (eins og Jóhannes Páll páfi II kallaði það). Samt sem áður getur maður upplifað hina „almennu" kirkju í anda Jesú Krists, samanstendur af öllum sem fylgja Kristi á sinni eigin leið og leitast við „að breyta eftir vilja föðurins"; skiptir ekki máli hvaða kirkju þeir tilheyra eða hvort þeir séu meðlimir í einhverri kirkju, eða hvort þeir noti hugtakið kristin trú alltaf. Þetta er grundvöllur „Vegir Krists" heimasíðunnar. Svona upplifun kemur ekki í stað aðferða til að ná fram sýnilegri einingu. Gera verður samt sem áður tilraun til þessarar einingar; undirskrift á blaði nægir ekki eins og sér.

*) Kirkjur eins og sú kaþólska gætu fengið innblástur frá hinum tengdu skilaboðum Krists úr réttrúnaðarkristni Vassula Ryden, „The true life in God", vol. 1. Kaþólska kirkjan lítur á slík skrif sem „einkainnblástur" (sjá „Innblástur og kirkjurnar"). Innihaldið er samt sem áður oft meira en áhugavert fyrir viðkomandi einstakling. (Þessi heimasíða minnist einungis á skrifað mál til frekari upplýsingar og skilningur okkar er óháður því.)

 Af hverju þarf ég kirkju eða söfnuð?

Það er auðvitað mögulegt að ná fram persónulegu sambandi við Jesú Krist og Guð. (Sjá einnig síðuna „Bæn...".) Þetta er aðalatriðið. Jafnvel hvatirnar sem koma að utan geta komið beint með handleiðslu Guðs ef maður tekur eftir hinum fíngerðu táknum.

Það er samt sem áður annað stig á þessari tengingu sem getur aðeins komið í ljós í söfnuði með öðrum: „Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra (Matt 18,19-20). Við fyrstu þýðir þetta einfaldlega það sem textinn segir. Þessi upplifun væri erfiðari úr fjarlægð, t.d. ef fólk samstillir hana, en hún er þó möguleg. Dulspekingur gæti upplifað þessa einingu án hins munnlega samkomulags þó slíkt væri of mikið fyrir flesta. Fólk er yfirleitt ekki í stakk búið fyrir líf einsetumannsins.

Þessi tegund af bænafélagsskap getur leitt til venjulegra persónulegra hringrásar. Maður getur einnig fundið þetta í sókn eða í öðru trúarlegu samfélagi sem passar við einstaklingsbundna trú manns. Þú að hefð sumra kirkja gæti lagt ofuráherslu á hlutverk þeirra fyrir trúmennina breytir það ekki tilgangi þess að vera í söfnuði með öðrum.

til baka.

Innsiglin sjö.

Eftirfarandi framtíðarsýn lýsir, fyrst af öllu, hinum „24 öldungum", hinum „sjö öndum frammi fyrir hásæti Guðs" og hinum „fjóru lifandi verum" sem tilbiðja Guð, sem framsetning á hinna mismunandi upprunalegu hæfileika og sköpun. Síðan gat aðeins „lambið" með eiginleika Krists opnað bókina með innsiglunum sjö (Opinberunarbókin 4 - 8, 1). Þessi framtíðarsýn fer fram í himnaríki", í þessu samhengi á hinu guðdómlega svæði. Innihaldi innsiglanna er lýst, krafturinn er lýstur með táknum, hinir fjóru hestar og reiðmenn litaðir á mismunandi hátt. Breytingar á þessu stigi, eins og myndir í draumi, hafa aðeins óbein áhrif á atburði jarðarinnar. 

Þrátt fyrir eðli þessara stiga, beint aðallega að þróun hins efnilega ríkis á stærri skala, er sagt í upphafi: „Ég mun sýna þér það sem verða á eftir þetta" (eftir hina sjö söfnuði.) Á samsvarandi máta stungu R. Steiner og Arthur Schult upp á frekari sjö „menningarheimum innsiglanna" á jörðinni sem tengjast hreinsun viðeigandi stigs vitundarinnar. Hinn innblásna bók úr kristni „Book of true life" frá Mexíkó útskýrir innisiglin sem þau hafi átt upphaf sín á tíma „Kain og Abel" allt að tíma fullnustu þeirra.

Þessi texti gerir það ekki mögulegt að bera augljós kennsl á innsiglin með hinni efnislegu jörð í dag. Ef við hugsuðum á sama máta og vissar frjálsar kirkju myndu í besta falli veik bergmál fyrstu fjögurra innsiglanna vera í samræmi við heimsstyrjaldirnar tvær, jafnvægið á milli austur og vesturs og hungur og farsóttir. Áreitni sökum trúarbragða og stórslysa með alheimsuppruna gætu fylgt á eftir loftsteinar, jarðskjálftar, heimskautabreytingar - sjá einnig kaflann: „Hinar sjö skálar reiðar"

Á milli 6. og 7. innsiglisins eru textaheitin „þeir innsigluðu" og „mikill fjöldi hvítra klæða á himnum".

Atriðið í Jóhannesarguðspjalli 2: brúðkaupið í Kana og Jesús ýtir út kaupmönnum út úr musterinu, með sameiningar- og skuldbindingareðli sínu, minnir okkur þegar á þessa kafla opinberunarinnar (samanber okkar kafla „Brúðkaupið í Kana" og „Hinn heilagi ákafi...", og Jóh 2)

Á meðan Jesú spáði fyrir í Jóhannesarguðspjalli 5 um aðskilnað andanna á milli þeirra sem höfðu gert gott og þeirra sem höfðu gert eitthvað illt, lýsingin á hinum sjö innsiglum lýsir „Merking hinna útvöldu sála innsigli frá tólf ættum".

til baka.

 

Básúnurnar sjö.

Framtíðarsýn englanna með básúnurnar sjö á sér stað í „himnaríki" (Opinberunarbókin 8,2 - 11,19). „Bænir hinna heilögu", „eldur altarins sem varpað var ofan á jörðina", og einnig básúnurnar sjálfar sem hljóðfæri notuð með höfðinu (munninum) endurspegla andlegra svið, eins og væri í draumi með slíkum táknum. Þetta er uppruni breytinganna sem ná til jarðarinnar að hluta til, þar sem ýft er við mismunandi tegundum skuggavera.

Þrátt fyrir þetta andlega, ekki efnislega eðli „básúnanna", reyndu dulspekingar einnig að lýsa þeim hér sem veraldlegum „menningarheimum hinna sjö básúna" eftir innsiglin. Þó erfitt sé að finna leifar af slíku á okkar tíma væri ekki mögulegt að sjá hina þjáðu skóga og eitur í tengslum við eiginleika 1. og 2. básúna. Í 3. básúnunni tóku sumir eftir því að blys féll á 1/3 áa sem hétu „vermouth" = Chernobyl, það þýðir það sama á staðbundnum tungum. 4. básúnan gæti undirstrikað stjörnumerki eins og það sem átti sér stað í miðjum ágúst árið 1987 með þríhyrningi allra pláneta. Hluti af nýaldarhópunum hugleiddi þá án þess að vísa til opinberunarinnar en með vísun til opinberunartölunnar 144.000 manns, kölluð „Rainbow Warriors" á tungu indíána, um hið meinta upphaf eða millistigsástand á leið til nýaldar. 5. básúnan - reykur frá brunni undirdjúpsins, járnengisprettur, fimm sársaukamánuðir... -gæti tengst Persaflóastríðinu árið 1991; 6. básúnan líka sem gæti einnig sýnt jarðskjálfta. 7. básúnan leiðir til „musteri Guðs" ásamt leiftri og röddum, þrumum og reyk, gæti einnig haft innri, dulspekilega merkingu.

7. básúnunni fylgja einnig raddir: „Drottinn og Kristur hans hafa fengið valdið yfir heiminum og hann mun ríkja um aldir alda."; eitthvað hefur að minnsta kosti verið ákveðið á andlegu stigi sem hefur ekki verið að fullu gengið í gegn á jörðinni. Máttur „básúnanna" er sambærilegur við „ummyndunina á Tabor-fjalli (sjá okkar tengdu kafla og Matt 17) og með kenningarnar í því samhengi, einnig Fjallræðan, o.s.frv. (Sjá kaflan okkar „Fjallræðan" og Matt 5-7) 

til baka.

 

„Þrumurnar sjö" og spámennirnir tveir.

Eftir 6. básúnuna „töluðu þrumurnar sjö" (Opinberunarbókin 10, 11, 14). Jóhannes á að „innsigla" innihald þess og skrifa það ekki niður. Þá „verður musterið mælt í himnaríki". Tveir spámenn verða drepnir og endurlífgaðir. Hérna er hliðstæða við upprisu Lasarusar frá dauða í guðspjöllunum (Jóh 11 og okkar kafli).

til baka.

 

Konan og drekinn.

Á öllum stigum atburðanna taka hin leiðandi andlega völd þátt sem og ýmis nauðug neikvæð öfl. Textinn útskýrir stundum eina hliðina í meiri smáatriðum, á öðrum tímum hina hliðina betur. Táknið á himni, „Kona klædd sólinni og tunglið var undir fótum hennar og á höfði hennar var kóróna af tólf stjörnum" (Opinberunarbókin 12) sýnir vafalaust „Sófíu" - gríska: viska - hina himnesku eða alheimsmóður, ekki svo mikið hlið móður á jörðunni; sjá kaflann „fyrsti hvítasunnuatburðurinn" á þessu vefsvæði. Minnst hefur verið á hennar stundum viðurkennda samband við Maríu. Á gamals aldri bjó María í helli, þar sem hina forna móðurgyðja Kybele hafði verið tilbeðin. Þetta var gríðarlega táknrænt, á þann hátt að vera eitthvað nýtt í þessu samhengi. „Barn" hennar í opinberuninni, barn himneskrar veru er fyrst af öllu himnesk sem „mun stjórna þeim með járnsprota og mun sífellt áminna fólk að fylgja sínu einlæga, sjálfstæða hjarta, og það hlýtur að vísa til sérstakrar leiðar sem hinn alheimskristur virkar. Sprotinn er ekki einungis tákn fyrir konung heldur „þann sem hefur eitthvað" og gæti einnig tengst hinum „himnesku gestgjöfum". Sjá kaflann „Hinar sjö skálar reiðar".

Hérna sjáum við tengsl á milli andlegs eðlis „fótabaðs" og Maríu frá Betaníu (Kaflinn okkar „Kristur og fótabaðið" og Jóhannesarguðspjall 12,13). Einnig fylgir með endurupptaka „nýrrar fæðingar" á sífellt hærri þróunarstigum.

„Drekinn" með sína neikvæðu engla er hið gagnstæða. Í gegnum „Míkael og engla hans" eru þeir sigraðir í alheiminum og kastað niður á jörðu. Himinn og jörð vernda þá núna fyrir konunni. 

til baka.

 

„Sjöhöfða dýrið" úr sjónum.

Hin tvö neikvæðu öflin birtast einnig í þessari framtíðarsýn. Fyrst því sem er beint að þrám og hugsunarleysi (Opinberunarbókin 13, 1-10; samanber kafla okkar „Freistingarnar" og Matteus 4, 5-11). Höfuðin sjö eru síðar túlkuð í opinberuninni sjálfri sem „sjö fjöll þar sem skækjan Babýlon situr og fjöllin á sama hátt sem „sjö konungar". Opinberunin sjálf útskýrir hornin 10 sem „10 konunga" sem deila sömu skoðunum og veita dýrinu mátt sinn.

„Fjöllin sjö" gætu minnt okkur meðal annars á Róm sem „borgin á sjö hæðum", einnig eru til frjálsar kirkjur sem túlka „skækjuna Babýlon" sem páfadóm. En það virðist hálf langsótt og annar symbólismi fer ekki út á þær slóðir, þrátt fyrir sagnfræðilegu vandamál hinnar kaþólsku kirkju. Opinberunarbókin 18:11-23 er tengt heimsviðskiptum. Sjá kaflann „Hinar sjö skálar reiðar, lok Babýlon...". „Mynd" dýrsins - samanber næsta kafla Opinberunarbókin 14 - gæti tengst fölskum „myndum" (ímyndunum) af Jesú. Það kunna að vera tengsl við hænd margmiðlunartækja sem er oft eins og fíkn eða trúarregla.

Hin undirliggjandi freistandi máttur þessa „dýrs" má umbreyta, sérstaklega með aflinu sem lýst er í kaflanum okkar „Húðstrýkingin" - Jóh 19, 1.

til baka.

 

„Dýrið með hornin tvö" úr jörðinni.

Hér (Opinberunarbókin 13, 11-18) sjáum við neikvæðum öflum beint að efnislegum hömlum („innbyggð nauðsyn"). Samanber kafla okkar „Freistingarnar" og Matteus 4, 1-4.

Hugmyndin um að merkja fólk á enni þess eða á hægri hendi, sem og talan 666 í þessum köflum, sem nauðsyn til að geta keypt og selt, má nú þegar greinilega finna í atburðum heimsins. Möguleikarnir á nettengingum með skipti á persónulegum gögnum, ávísanakortum, eða alþjóðlegum bankakóða 666, strikamerkið með þremur tvöföldum línum sem afmörkun = 666 í þessum kóða, tækin sem þróuð voru í Kanada eða þegar prófuð í Malasíu við persónuleg auðkenni á enninu eða hægri hönd, gælunafnið „La bête" = franska „dýrið", fyrir gömlu evrópsku viðskiptamiðstöðina í Brussel og svo framvegis sýnir tilhneigingu, hvort sem hún er meðvituð eða ómeðvituð og jafnvel til gamans gerð. Hið biblíulega „dýr úr jörðinni" er nákvæmlega eins og „skurðgoðið Mammon".

Frekari tilhneiging, sem er ekki að fullu lokið, er að vinn að hinum sívaxandi, dramatísku umhverfistengdu vandamálum. Fyrst með gagnslausum, tæknilegum umhverfis- „fegrandi meðulum" og síðan tækniveldis umhverfis-ofríki í stað þess að láta áhrifarík meðul lýðræðis gerast, með stuðningi fólksins. Gangvirki stjórnunar gengur getur með því að viðurkenna eðli sitt. Þetta ferli er tengt öflunum sem minnst er á varðandi „Krýning þyrnikórónunnar" (kafli okkar og Jóh 19, 2-3)

Í köflunum um drekann og dýrin tvö eru endurminningar hvað varðar nútímann ekki endilega öll sagan. Allt hefur sinn gang, eins og við minntumst á, ekki bara á hinni efnislegu jörð. Í eftirfarandi framtíðarsýn144.000 (Opinberunarbókin 14) birtast margar verur og englar hver á eftir annarri sem „skera upp" tvo mismunandi hópa á jörðinni. Þeir sem tengdir eru dýrinu er kastað í „reiði-vínþröng Guðs hina miklu", sem þýðir að náttúruöflin munu ráða framtíð þeirra. En að lokum kennir opinberunin enga „eilífa fordæmingu"; að lokum getur allt fundið leið til Guðs; og í æðri merkingu er allt umvafið Guði. Samanber Opinberunarbókin, 22, og tengdur kafli á þessari síðu um hina Nýju jörð...

til baka

 

Hinar „sjö skálar reiðar", endalok „Babýlon", og endurkoma Krists á dómsdegi.

Þeir sem voru stöðugir frammi fyrir dýrinu og mynd þess birtast í næstu framtíðarsýn, á tilvistarsviði sem umorðað er „glerhaf eldi blandað". Frá „musterinu á himni" koma sjö englar að nýju með „síðustu sjö vandamálin" í "skálum reiðar Guðs" til að hella úr þeim á jörðina, á „hafið", á „fljótið", á sólina, yfir „hásæti dýrsins", í fljótið „Efrat" og yfir „loftið" (Opinberunarbókin 15, 5-21).

Annarsvegar sjáum við enn æðra stig vitundar að verki; á hinn bóginn veldur þetta enn dýpra og tilvistarlegra fjaðrafoki allra þátta á jörðinni og hinn sýnilega hluta á alheiminum í kring. Fleiður, eitur, þjáningar, eldur, myrkur, neikvæðir „andar" og stórslys á heimsvísu með landreki, landi sem sekkur eða flóði, loftsteinahríð, þar á meðal aðskilnaður hinnar efnislegu siðmenningar „Babýlon" í þrjá hluta og eyðilegging hennar (Opinberunarbókin 17, 18, 24). Möguleiki eða „tímagluggi" fyrir atburði af þessum toga sýndu sig þegar með 6. innsiglinu.

Hér er einnig möguleiki á að nota lengri tímabil sem grunn. „Lokaræður" Jesú (t.d. Mark 13) og margir spádómar sem komur fram eftir opinberunarbók Jóhannesar stinga einróma upp á miðlægan atburð á árunum í kringum 2000 sem breyta öllu að nýju. (Sjá að ofan: „Um meðhöndlun opinberana"). Vísindalegar uppgötvanir hvers mikilvægi hefur enn ekki verið viðurkennt benda í sömu átt. Hinn gríðarmikla minnkun á jarðsegulsviðinu síðustu 200 ár og óvanalegur fjöldi jarðskjálfta og eldsumbrota á síðustu árum; og að sólin varð „bjartari" árið 2003 sem var óháð hefðbundinni hringrás sólarvirkni eins og hámark þess síðan 1999/2000, sýna þeim sem eru vakandi að eitthvað óvenjulegt sé að fara að gerast.

Ef að segulskautin breytast mikið eða ef segulsviðið fellur saman og endurbyggist í öfuga átt, eins og hefur endurtekið gerst í sögu jarðarinnar, myndi það einnig leiða til róttækrar jarðfræðilegrar breytingar. Þetta yrði ekki einungis staða fyrir mannkynið heldur ábyggilega nýtt jarðfræðilegt tímabil að auki. Ef hið segulmagnaða „Van Allen Belt" sem umkringir jörðina myndi tapa sínu líklega verndarhlutverki gegn ögnum og „geimryki" í óþekktan tíma gæti hin spámannlega loftsteinadrífa auðveldlega orðið að veruleika.

Skilningur okkar og annarra aðila gefa til kynna að hin ítarlega eyðilegging sem sumir höfundar óttast muni ekki endilega eiga sér stað, hvorki í formi þriðju kjarnorku-heimsstyrjaldar, né sökum gríðarlegs umhverfisslyss, né sökum segulskautabreytinga eða möndulbreytinga eða breytinga hvað varðar geiminn. Margt hefur í grunninn breyst hvað varðar slíkar framtíðarsýnir.

Þar sem opinberunarferli með guðdómlegum ákvörðunarstað og stjórnun margra náttúrulegra ferla af sjálfselskum meðlimum mannkynsins og „elítu" virðast bæði vera til, sem og viss jákvæð mannleg áhrif, gætu takmarkaðar breytingar á jörðinni, t.d. „nýjar aðlaganir" á stjarnfræðilegan skala, verið óhjákvæmilegar, fyrir utan breytinga á mannkyninu og vitund þess.

„And-kristnar" einræðistilraunir fólks sem vill halda í völd sín og einnig stytting eða endi þessa gamla tíma með breytingu með alltaf þremur dögum í myrkri hefur oft verið spáð fyrir um. Ekki er lengur hægt að vísa þessari breytingu á bug sem vitleysu. 

Í þessu sambandi, framtíðarsýn varðandi Maríu frá Garabandal (Spánn) inniheldur spádóm varðandi „Stórvægilega aðvörun" sem sýnir öllu fólki hvað það þarf að gera innra með sér til að yfirbuga breytingarnar, sjá einnig Jóh 16:8; Opinberunarbókin 14:6-20 - ef það vill stjórna umbreytingunni í ljós Guðs - sjá einnig Jóh 16:13. Þetta er tengt teikn á lofti. Innan árs eftir þennan atburð er kunngjört um „Stórvægilegt (lækninga) kraftaverk" - skilur eftir „teikn" í Garabandal. Svo lengi sem mannkynið myndi aldrei snúa blaðinu við, síðar dómsdagur með eldi af himni („skálar reiðar Guðs") er sagt muni koma - Opinberunarbókin 16; sjá einnig Matteus 24:28. (Franz Speckbacher, „Garabandal" S.120 - German; Þú getur leitað að efni á þínu tungumáli í bókabúðum eða á vefnum með leitarorðinu „Garabandal"). Eftir það gæti þurft að hugsa allt upp á nýtt.
Mögulegur undirbúningur, fyrir utan að breyta lífi sínu, að
biðja
til hins heilaga anda núna.

Nýrri „boðleiðir" frá öðrum aðilum - sjá kaflann „Um meðhöndlun spádóma" - kalla þetta umbreytingu í gegnum „núllsvæði" en eftir það fara þeir sem hafa þroskann til í gegnum alheims-andlegt aflsvið á jörðu - oft ónákvæmlega kallað „Photon Belt" - og gætu lifað með eiginleikum „léttra líkama" æðri vídda í efnislegum raunveruleika (sjá kaflana „Upprisan" og „Friðarríkið").

Frelsunargjörðir voru tilkynntar, fólk var tímabundið „sótt" af Kristi (samanber Opinberunarbókin 14, 14-16) eða af englunum af fólki sem var undirbúið, eða tímabundnir brottflutningar og frekari aðstoð af vináttum geimverum. Það veltur á hverjum og einum hvaðan hann/hún vonast eftir aðstoð. Þar sem bæði ljós og myrkur má finna í alheiminum stendur maður frammi fyrir líklegum margbreytileika af atburðum og það er gott að spyrja Guð um tilsjón hans í öllum aðstæðum og beita hæfileikum manns til að gera nákvæman greinarmun - því þetta er sérstaklega veraldleg leið til að finna einingu - í samhengi nýrra afla sem koma til staðar að ofan.

Þetta stig meðhöndlar í grundvallaratriðum síðustu mögulegu ákvörðun í sálu hvers einstaklings sem varðar hvort maður vilji halda áfram að taka þátt í þróun að hinu komandi „friðarríki" sem Guð undirbjó jörðina fyrir. Þessu stigi lýkur með „endurkomu Krists á dómsdegi". Sjá einnig Opinberunarbókin 19, samanber Opinberunarbókin 12; Pos 1:6-8. Hann kemur ekki einfaldlega sem manneskja fædd á jörðu heldur sem kjarni nokkurs sem er mun ítarlegra – nálgun himnaríkis Guðs (og lengra) og jarðarinnar ; anda, (huga og) líkama. Samt sem áður er Kristi lýst eins og hann komi til baka sem raunveruleg vera, ekki aðeins sem máttur hans hefði mannkynið upp í andlegt veldi, eins og sumir nútímahópar stinga upp á. Þetta skiptir öllum máli, ekki bara kristna menn. Kóraninn lýsir einnig endurkomu Krists á dómsdegi sem vitnisburði fyrir fólks sitt á „dómsdegi". Maður getur ályktað af spádómum margra annarra trúarbragða að spámenn þeirra munu einnig spila ákveðið hlutverk á sama tímabili, að hjálpa fylgismönnum sínum að skilja hvað er í gangi.

Það er einnig skref í opinberuninni, hugsanir varðandi refsingu eru óviðeigandi. Þetta er frekar hluti af hugtaki sem er rökrétt í sjálfu sér og bendir á frekara stig þróunar lífs á jörðinni. Áskorunin er að upplifa það sem gagnkvæma umbreytingu í æðri hluti þar sem hvert okkar mun finna staðinn til að leiðrétta þróun okkar. Sá sem meðtekur og beitir hinum endurnýjandi öflum á réttum tíma og með góðum vilja getur upplifað hina jákvæðu hlið þessu en finnur einnig fyrir þjáningu heimsins. Þeir sem vilja á hinn bóginn ekki viðurkenna hin nýju öfl upplifa þau sem eitthvað sem kemur að utan. Það er raunverulegt eðli „dómsdagsins" í skilningi opinberunarinnar. Maðurinn hefur frábært frelsi til að taka sínar eigin ákvarðanir en, eins og svo oft í lífinu, verður hann að taka ákvarðanirnar á réttum tíma, annars er engin ákvörðun möguleg. Þeir „hálfvolgu" (Opinberunarbókin 3:16) / „áhugalausu" eru ekki metnir mikils í opinberuninni (Sjá „Kirkjurnar sjö" með aukasíðu). „Aðskilnaður andanna" er hluti miðju atburða opinberunarinnar, á leið til lokaeiningu.

„Plágurnar sjö" - sú sjöunda enda með rödd frá himni „Það hefur gerst (því er lokið)!" - þetta er hliðstæð við orð Jesú á krossinum „Þessu er lokið (aflokið)!". Sjá t.d. Jóh 19, og kafla okkar „Krossfestingin".

Á dulspekilegan máta eða með viðkvæmni getur maður þegar upplifað í dag hvernig jörðin þjáist og öskrar á hjálp er hún undirbýr sig fyrir „erfiða fæðingu". Krossfestingin og greftrunin sem umbreyting að upprisu varðar alla jörðina og áhrif þess ná út fyrir hana. Hérna getur maður einnig fundið umbreytingu frá krossinum og ástandi út fyrir lífið og dauðann í upprisu sem virkar sem heild. Þegar horft er á það frá þessu sjónarmiði geta skref „síðustu plágnanna" gerst án hamfara eins og þau væru endalok heimsins.

Þar sem þessi spádómur er flókinn (sjá fyrsta kaflann „Opinberun Jóhannesar") gæti hin raunverulega þróun heimsins verið háþróaðri heldur en hún virðist vera fyrir fólki sem horfir á ákveðin atriði spádómsins, sem birtast ekki að fullu. Önnur svæði sýna plágur sem eru enn „háþróaðri" heldur en þær sem lýst er í opinberuninni.

Viðbót: Nýju bækur Wladimir Megre um hina fróðu konu Anastasíu frá Síberíu hafa einnig að geyma innri þekkingu varðandi það að hinum gömlu kerfum hamfara á heimsvísu megi breyta og hámörkun alls með hjálp fólksins og í samræmi við Guð er markmiðið. En það þýðir ekki að nútímaheimurinn geti haldið áfram eins og hann er í dag. (á þýsku: netfang: wega@verlag-wega.de. Fyrsta bókin á ensku gæti hafa verið útgefin af kanadískum útgefanda.) Vegir Krists er óháð verkum annarra og styður ekki sjálfkrafa öll efnisatriði bóka eða heimasíða.

Spurning:
Vil ég að Jesús Kristur birtist gjörla aftur, eins og spáð hefur verið fyrir, umbreyti lífi mannanna og heiminum?

til baka.

Aukagluggi: Framtíðarsýn (á ensku og þýsku vefsvæðunum okkar).

 

Hið (raunverulega) „þúsund ára friðarríki".

Eftir umbreytinguna í gegnum tíma hinna „sjö skála með síðustu plágunum" fylgir alheimsframtíðarsýn Krists sem snýr aftur frá himnum sem reiðmaður á hvítum hesti „kallaður Trúr og Sannur…orð Guðs" með himnaheri klædda hvítu (Opinberunarbókin 19). Þetta á ekki við nútímalegan mannlegan „hjá-Krist". Hins „falski spámaður" (með falskar/einhliða hugmyndir um Jesú, eða um hvað er kristið...) er steypt af stóli. Hið „þúsund ára friðarríki" (Opinberunarbókin 20, 1-6) er ekki hefðbundið „heimsveldi". Hin „stóra vél" þjóðfélagsins, hin ytri neikvæðu öfl og opinberun þeirra er hrakin á brott.

Hérna finnum við einnig andlegan dómsdag. Þýðing Opinberunarbókin. 20:4 - "... þeir lifnuðu" uppfyllir ekki að fullu hina upprunalegu merkingu, það er einfaldlega „... þeir lifðu", (eins og það var bókstaflega þýtt í neðanmálsgreinum „Elberfelder-biblíunnar"). Hvað varðar sálirnar gæti þetta þýtt „að lifna að nýju" en fólk sem fylgdi ekki dýrinu gæti einnig haldið áfram að lifa á jörðinni. Það væri misskilningur að halda að allir af þeim verði að deyja.

Þetta stig er tengt upprisu Krists (kafli okkar og Jóh 20 - 21). Jafnvel í texta sjálfrar opinberunarinnar er það kallað „fyrsta upprisan".

Ekki hefur enn verið bundinn endi á hin neikvæðu öfl, samt sem áður þarf að vinna með ófullkomleika einstaklinga, sem er núna auðveldara.

Eftir „þúsund ár" birtast dreggjar af samansöfnuðum neikvæðum öflum til að verða leyst upp. Sjá næsta kafla.

til baka.

 

Hinn nýi himinn, hin nýja jörð og hin „nýja Jerúsalem".

Eftir hin „þúsund friðarár" fyrir dómi á þeim dauðu voru „bækur opnaðar" sem sýndu atburði „og ... bók lífsins" sem sýnir ástand manns sem stafar af því. Aðeins eftir síðari gagntakandi eld og hinn nýlega her og þegar hinu „illa" hefur verið kastað út í „díkið sem logar af eldi og brennisteini" (Opinberunarbókin, eftir 19:19-20:3 núna í 20:11-15) mun hinn nýi himinn og hin nýja jörð nálgast. Hin raunverulega lengd tímabilanna er óráðin.

Kjörorð Krists eru „Sjá, ég geri alla hluti nýja" - án undantekninga (Opinberunarbók 21:5). Hin „nýja sköpun" er samt sem áður lík hinum eilífu gildum sem áður birtust bæði í hverjum einstaklingi og á stærri skala. Núverandi aðgerðir eru einnig mikilvægar fyrir þá sem eiga von á því að opinberunaratburðir muni bráðlega eiga sér stað.

Á hinum nýja himni, sem minnst er á í textanum á undan jörðinni og hinni nýju Jerúsalem, er bent á nokkuð líkt alheimsupprisu. (Samanber kaflann „Upprisan" og Lúk 24, Mark 16). Hingað til hafði áhersla lýsingar verið á jörðina, en núna verður mikilvægi atburða fyrir sýnilega og ósýnilega „himinn" í forgrunni. Hér er ekki verið að vísa til hinn eilífa himinn Guðs sem nær út fyrir tíma og rúm, hann er óbreyttur, heldur heima sem skapaðir hafa verið. Hin smáa pláneta gæti reynst meira en „þróunarríki" jafnvel á alheimsskalanum; en lausn á vandamálum hennar gæti reynst mjög sérhæft, langsótt verkefni. Hið vafasama eðli sökum mikils frelsi mannanna og flækju í efnislegum málefnum er ekki að finna í öllum mögulegum „byggðum" heimum, samkvæmt Lorber og fleirum. Hin neikvæðu öfl sem kastað var á jörðina og núna í „díkið sem logar af eldi og brennisteini", samkvæmt framtíðarsýnum Jóhannesar, er ekki að finna í öllum heimum. Á sama hátt og Jesú hafði áhrif á mannkynið, umbreyting alls mannkyns á jörðinni með Krist myndi vafalaust hafa frekari, útbreiddari áhrif.

Hin þá endurnýjaða „nýja jörð" og tengdur atburður hinnar „nýju himnesku Jerúsalem" sem kemur niður til jarðar má bera saman við hvítasunnuatburðinn, en hér einnig á alheimsskala. Þetta er ekki hin landfræðilega Jerúsalem. Jörðin er á móti aðliggjandi alheimi á mismunandi sviðum.

„Engin bölvun mun framar til vera"/önnur þýðing „útlægir hlutir verða ekki lengur til"…ekki fleiri neikvæði öfl", „ekkert myrkur" (Opinberunarbókin 22:3). Þar af leiðandi þýðir það að neikvæðum öflum er einnig komið til skila, hinum aðskilda heimi er nú lokið. Í fyrsta sinn birtist heimurinn sem meðvituð heild, ríki, sem má sjá fram á ('nálægt Guði') í framtíðarsýnum og svo framvegis, en ólýsanlegt. Veikt afrit af þessu ástandi væri þegar, byrjað er frá einhverjum punkti í innra lífinu, hægt væri að fylla aðra hluta með lífi, sem er upplifun sem getur átt sér stað á veginum; „Allt er tekið með". Í Guði sjálfum er hin æðri eining alls þegar til staðar

Hið guðdómlega módel sköpunar, Alfa, og hin nýja sköpun með öllum verum endurtengdum öllu í Guði á meðvitaðan máta, Ómega, upphafið og endirinn, varð samsvarandi en samt var A og Ó til staðar. Því er „endirinn" meira en upphafið, þó að upphafið hafi þegar allt að geyma. Sem tilhneigð til að verða eins í öllum litlum hlutum, t.d. í manneskjunni sem gengur í gegnum allt á meðvitaðan hátt, þessi atburðarrás er jafnvel þegar þekkjanleg.

Þú getur séð töfluna „Frumgerðir (módel, tákn) frá frumsögunni - upplýst af biblíunni - til Jesú og framtíðarinnar". (á okkar ensku og þýsku síðum)

Að auki er bent á hér að samkvæmt framtíðarsýn R. Steiner tengjast atburðir hinnar „nýju jarðar" einum af þremur nýjum „jarðarholdgunum", fylgja hver annarri í með gríðarlöngu tímamismuni. Hér skal minnst áað eðli hinnar biblíulegu „nýju jarðar" á rætur sínar að rekja úr öðru ferli en holdgunartakti eins og reiknaður hefur verið, t.d. heimsmyndarfræði hindúa einnig fyrir pláneturnar og alheiminn. Ef slíkt er tekið alvarlega nær þetta út fyrir Sæmandi og Rotnun sem við höfum talið satt til þessa dags og fer í æðri og æðri „áttundir" eða „spírala".

Jafnvel til samanburðar við mögulegar upplifanir í dag hverfur að fullu afstaða margra guðfræðinga varðandi það að opinberunin hafi einungis að geyma dæmisögur til áminningar án raunveruleika.

Dæmisögur Jesú í guðspjöllunum voru fengnar frá lífi fólks til að útskýra ákveðna hluti. Síðar, en samt í lífi hans á jörðinni, lagði Jesú áherslu á að hann myndi ekki lengur nota dæmisögur heldur tala á opinskáan máta í samskiptum sína við lærisveinana. Opinberunin á ekki upptök sín í mannlegu lífi; all staðar þar sem textinn sjálfur veitir útskýringar er beint „samræmi"; á því vitundarstigi eru hlutirnir sem sjást „virkilega til", eins og upplifanir andlegra rannsókna, t.d. þær er tilheyra R. Steiner Opinberunin minnir samt sem áður á, t.d. svo hægt sé að fara frá guð-fræði í „guð-iðkun"; til að skoða það sem „er í loftinu" og „leyfa Guði einnig að birtast öllum í nútímanum". Guð hefur áhrif í gegnum fólk - en ekki í gegnum handahófskenndar gjörðir fólks: manneskjur eiga ekki að leika Guð eða opinberunina. Maður getur þróast sífellt meira í takti við áætlun Guðs fyrir heiminn - Sköpunarkerfið.

 

Til baka í innihald þessa hluta

 

Lokakafli meginhlutans: Kristna viðhorfið

Hinn sanni „kristindómur" er sjálfur Jesú og að leita að tengingu við hinn núverandi Krist í okkar innra lífi „Leitið og þér munið finna". Besta leiðin til að skilja hann er að hafa orðræðuna við hann á alvarlegan máta og vinna úr hvötum í manns eigin lífi. Þessir kaflar hafa verið skrifaðir til hvetja þá sem hafa áhuga til að framkvæma einmitt þetta.

Önnur leið, sem gæti verið tengd „bestu" leiðinni sem nefnd er að ofan er að finna fyrir hverjum eiginleika Jesú og að færa þá inn í líf okkar smám saman. Feitletruðu kaflarnir (í megintextanum) gætu verið gagnlegir í því skyni.

Það sem þessir mismunandi eiginleikar eiga sameiginlegt og það sem hægt væri að útlista nánar er að Kristur er augljóslega fyrir utan „mótsagnir" (tvískiptingu) þessa heims. Hann blandar ekki heldur þessum tveimur hliðum saman heldur eru viðhorfin sem hann bendir á „þriðja leið" sem hefur getur innihaldið hið gagnlega og stöðuga sem í öllu býr, eins og það birtist frá öðru sviði, umbreytir því sem hefur harðnað. Sjá einnig töfluna í lokin.

Frekari afleiðingar geta átt uppruna sinn í eiginleikunum á milli eldri og nýrri tilrauna í okkar nútímaþjóðfélagi. Margir þessara hópa hafa nokkuð nauðsynlegt að segja, sem hefur ekki verið tekið til íhugunar af öðrum hópum, t.d. því menn eru flæktir í samanburði á úreltum hægri og vinstri samanburði. Deilur á milli þess gamla og nýja munu ekki hverfa - allavega ekki í fyrirsjáanlegri framtíð - en skipta má út ósveigjanlegri stöðu og greinilegum mótsögnum fyrir orðræðum, skapa nýja umræðu; t.d. getur maður þjónað Guði eða tekið við peningum sem Guð manns. Slíkt myndi gera fólki sem er sama sinnis að hittast og vinna að nýjum verkefnum saman - án þess að allt endi í einhliða umræðu að nýju. (...)

Marga aðra hluti sem ræddir eru í þessum köflum mætti hrinda í framkvæmd, fara út fyrir rannsóknina í samræmi við einstaklingsbundna þróun og kraft - þó sum sjónarmið séu dreifð og ekki alltaf endurtekin í hverjum kafla.

Slík rannsókn nær út fyrir þá venju margra guðfræðistefna og annarra stefna að „nota" Jesú í sínum vel meintu, einhliða sjónarmiðum á hlutum. Í þessu skyni er lögð áhersla á kaflana sem passa við þeirra skoðun og aðrir kaflar eru eyddir með útskýringum, breytt um merkingu þeirra eða þeir hunsaðir. Höfundar guðspjallanna gerðu sér grein því að fjölhæfni Jesú má betur útskýra með hjálp margra heimilda. Þeir voru nógu skynugir til að átta sig á hve mismunandi hin mismunandi sjónarmið voru. Margir guðfræðingar héldu samt sem áður að þeir hefðu gert mikla uppgötvun með því að finna mismunandi heimildir með mismunandi sjónarmið falin inni í guðspjöllunum sem hafa verið látin ganga í erfðir, t.d. svokölluð „Q heimild"; tengd vanhugsaðir spurningu sem höfundarnir gætu hafa haft rétt fyrir sér með. Núna er auðvelt að átta sig á að hver höfundanna gæti hafa haft að mestu leyti rétt fyrir sér, fyrir utan einstrengingshátt þeirra. Þetta gæti reynst ný hvöt fyrir hina alkirkjulegu hreyfingu.

Fólk sem samsamar sig öðru trúarlegum hreyfingum eða hugmyndafræðilegum bakgrunni, en hefur jákvæðan áhuga á hinni kristilegu nálgun, hvorki ónæmt né yfirborðskennt, eða sem getur séð eitthvað gagnlegt í því getur vafalaust lært eitthvað nýtt. Alveg og eins höfundur þessara greinar kynntist alls konar mismunandi hópum og fór að meta þá. Í dag hafa sumir fulltrúar eða meðlimir annarra trúarbragða farið að viðurkenna vissa eiginleika Jesú, á mun bersýnilegri máta en margir guðfræðingar. Það er erfitt að útskýra þetta á efnislegan hátt, en þetta gæti kallað fram hugsanir hjá þeim.

Fyrir utan þetta er ekki hægt að setja Krist á leigu af hinum mismunandi söfnuðum kristindóms. Nálgun hans getur gefið fólki einingarstyrk með miklum fjölbreytileika - ást á mjög djúpum og alvarlegum vilja og samræmda orku. Þetta jafnar samt sem áður ekki út allan ágreininginn, en gerir því sem er samrýmanlegt að lifa saman og gera það sem er ósamrýmanlegt sýnilegt. Kristnir menn hafa oft neitað af láta af hendi mátt Krists til að sameina (til að gera samleitið) mismunandi hugsanastefnur heimsins. Í þágu þess að bjarga jörðinni er kominn tími til þess að kristnir menn velti fyrir sér sínu raunverulega verkefni - ef gengið er út frá því að þeir vilji virkilega hugsa um sjálfa sig sem kristna menn. 

Tafla: Kristið viðhorf: Í heiminum, en ekki af heiminum

Til baka í efnisinnihald þessa hluta

Í hluta þrjú: Önnur efnisatriði

Í hluta fjögur: Gamla testamentið og framlag sökum orðræðu við önnur trúarbrögð

Í upphafssíðuna með frekari framlög.

Þú getur sent tölvupóst til Ways-of-Christ (ef mögulegt er skal skrifa þýsku eða ensku; annars skal skrifa stuttar setningar og gefa up tungumál þitt.)

Tilvísanir í önnur tungumál og réttindi.

 .

Þýska og enska textann á netinu er núna verið að raungera. Við getum ekki tryggt 100% nákvæmni þýðinganna á öðrum tungumálum en þýsku og ensku. Þér er heimilt að prenta efni af síðunni og gefa afrit af því til einstaklinga sem hafa áhuga á því án þess þó að gera breytingar á efnisatriðum þeirra.

Stuttar tilvitnanir úr biblíunni, byggðar á mismunandi þýðingum, eru viðbætur við samsvaransi kafla megintexta Vegs Krists. Hafa skal þó í huga að slíkir einkennandi staðir geta ekki komið að fullu í stað rannsóknar eða hugleiðslu á öllum köflum guðspjallanna.