Vegir Krists

Hjálp: 
Sjálfsathugun á verkinu með megintexta „Vegir Krists"

- í hinu innra og ytra lífi.

Almennt:

Las ég „Kynninguna á tilgangi og notkun þessa lesmáls"? (Ef ekki: gerðu það núna).

Hef ég lesið kaflana í röð? (Ef ekki - og ef ég hef áhuga á viðleitni til að jafnast við Guð: gerðu það núna).

Ef ég þekkti ekki tengda kafla biblíunnar lagði ég þá á mig að lesa þá? .

Hef ég kynnt mér efnið án þess að fá á tilfinninguna að ég hafi litið lauslega yfir fyrri kafla í lesmálinu eða í biblíunni sem ég skildi ekki? (Annars skaltu gefa þér góðan tíma í kaflann að nýju.)

Las ég og notaði „nákvæmar ábendingar, kristin hugleiðing..." sem mögulegt hjálpartæki til að finna dýpri skilning, upplifun og nýta mér efnið til fullnustu? .

Hef ég almenna hugmynd um mína núverandi hæfileika, persónueiginleika, venjur? (Ef ekki: veltu því þá fyrir þér og skrifaðu slíkt niður).
Ef svarið er jákvætt: Er ákveðinn eiginleiki, tengdur því sem ég var að lesa, sem ég vil bæta og biðja fyrir á aðkallandi hátt, eða er þegar að þróast?.

Velti ég fyrir mér að veita mínum nýjasta skilning í mínu daglega lífi?.

Er ég þegar opin/n fyrir handleiðslu vitundar minnar?.

Hef ég reynt að finna eða framkvæma beinni handleiðslu af hendi Guðs í gegnum Jesú Krist á vegi mínum?.

Hvar stend ég svo í sambandi mínu við Guð?

 

Tilbaka á upphafsíðuna „Leiðir Krists“
http://www.ways-of-christ.com/is

  Meira framboð og ýtarlegri textar á öðrum tungumálum.
Leiðir Jesú Krists, framlög hans til mannlegrar vitundar og til breytinga mannkyns og jarðarinnar:
Óháð upplýsingasíða með nýjum sjónarhornum af mörgum sviðum reynslu og rannsókna; inniheldur hagnýtar ábendingar fyrir persónulega þróun.