Vegir Krists

Óháð upplýsingasíða
með sjónarhorn frá mörgum
rannsóknarsviðum og reynslu.

 

Vegir Jesú Krists í mannlegri vitund og við breytingar heimsins.

Efnisyfirlit:

1. hluti: kaflarnir er snúa að skrefunum í guðspjöllunum.

2. hluti: kaflarnir varðandi opinberunina

3. hluti: Efnisatriði, spurningar um lífið

Þetta er 4. hlutinn: Gamla testamentið og önnur trúarbrögð

Vinsamlegast bíddu uns síðunni hefur verið alveg halað niður til að sjá síðustu krækjuna.
1.  Gamla testamentið, gyðingatrúa og Jesús Kristur
1b. Zaraþústra-trú (parsismi)
3.  Jesús Kristur og íslam
4.  Búddhatrú
4b.Hindúatrú
--   Jesús Kristur og taóismi og konfúsíusismi
14.Náttúruleg trúarbrögð
17. Aukakaflar á ensku og þýsku


Trú sem endurtenging við Guð

Heimasíða með tilvísun í prentaða heildarútgáfu allra hluta

Réttindi (innprentun Vegir Krists),

Netfang.

Gamla testamentið, gyðingatrú og Jesús Kristur.

Þessi aukasíða er framlag til betri skilnings á Gamla testamentinu og skoðanaskipta á milli trúarbragða - þar á meðal dýpri andlegri hliða. Bókum Gamla testamentisins er ekki lýst eins ítarlega hér eins og guðspjöllunum eða postulasögunni í meginhluta texta okkar. Samt sem áður eru fleiri framlög möguleg í framtíðinni hvað varðar þessa sameiginlegu arfleifð gyðinga og kristinna manna.

Tengslin á milli hinnar heilögu ritningar.

Jesús Kristur og lærisveinar hans vísuðu oft til hinnar heilögu ritningar sem hlustendur þeirra þekktu. Slíkt á við Gamla testamentið. Það hefur að geyma sköpunarsöguna, bækur varðandi sögu gyðinganna, spámannleg skilaboð, apokrýfu bækurnar o.s.frv. Jesús og lærisveinar hans sögðu að starf þeirra var ekki ætlað að ógilda Gamla testamentið, heldur hefðu þeir heldur ekki bara komið til að túlka ritningarnar. Líf í beinu sambandi við Guð og Krist er í húfi. (Sjá einnig „Grunnatriði siðferðilegra gilda" og meginhluta texta „ways-of-christ.net".) Þetta leiðir til nýrra sjónarmiða, samanborðin við Gamla testamentið.

Í Nýja testamentinu eru margar óbeinar tilvísanir til annarra trúarlegra skoðana þess tíma. T.d. er Jóhannesarguðspjalli oft beint til þeirra er þekkja dulspeki til að útskýra fyrir þeim hvernig kristnar kenningar kvíslast út og með notkun þeirra eigin „tungumáls". Einfalt dæmi um þetta er „Hann er hið sanna ljós..." í Jóh 1. Sum af bréfum Páls taka þekkinguna með í reikninginn sem fólk hafði hvað varðar hina gömlu dultrúarsiði, sem það þekkti stundum betur heldur en gyðingalegar hefðir. Einstaklingur sem þekkti ekki slíkt myndi ekki taka eftir þessu. Þessir kaflar úr Nýja testamentinu fordæma ekki ritningarnar sem eru ekki gyðingalegar með öllu. Fordæming er einungis beint í áttina á úrkynjuðum trúarreglum og misnotkun þeirra til að vara fólk við slíku leiðum. Hin eldri og réttari leið guðspjallaboðunar var að ræða við fólk þannig að það skyldi það í stað þess að ætlast til þess að það gleymdi bakgrunni sínum. Slíkt er líklegra til að skapa frekari bresti í sál þeirra í stað endurlausnar, sem læknar bresti og gerir fólk heilt. Ekki var til þess ætlast að fólk af öðrum uppruna tæki upp gyðingatrú og komið var fram við slíkt fólk á jafnréttisgrundvelli. Samt sem áður voru deilur um slíkt á meðal lærisveinanna, deilur sem eiga sér enn stað í dag.

Á þeim tíma krafðist starf Jesús af þessum toga forsögu þess að maður trúði á Guð og bar von í brjósti varðandi mikla breytingu í Ísrael og í heiminum, eins og spáð var fyrir um af lærisveinunum. Síðan þá hefur það orðið mögulegt að kynna kristnar kenningar á grundvelli annarra trúarlegra hefða í stað þeirra sem finna má í Gamla testamentinu. Á fyrstu öldunum fóru til dæmis fram tilraunir í þessa átt byggðar á Zaraþústra-eingyðistrúnni. (...) Við munum samt sem áður ekki reyna að dæma þessa tilraunir hér.

Gyðingatrú hefur getið af sér margar aðrar ritningar, fyrir utan hina hebresku biblíu, á borð við Talmúð með lögspeki Mishna og skýringarnar (Gemara) - báðar voru þær til í útgáfum Babýloníu og Jerúsalem. Nokkur vandamál koma upp þegar samsvarandi hlutar gyðingdóms reyna að beita hinum 613 lögum (Halacha) formstefnulega í stað þess að horfa á aðstæðurnar í ljósi ástar Guðs, laus við fordóma. Meðhöndlun kirkjulaga og jafnvel veraldlegra laga í aðaldráttum getur skapað álíka vandamál. Einnig eru grunnritningar sérstakra skóla, sérstaklega dulspekibækur kabbalisma Zohar (Sohar) / Sepher Jezirah. Þessar bækur eru sagðar eiga uppruna sinn á 13. öld. Þær gætu samt sem áður verið enn eldri. Þær minna jafnvel á Forn-Egyptaland. Í dag er gyðingaleg dulspeki einnig til.

Kenningar Guðs.

„Guð Abrahams" var talinn vera persónulegur Guð fjölskyldunnar, ættbálksins og þjóðar Ísrael, og einnig Guð alheimsins. Með tímanum fékk þessi trú eingyðistrúarlega mynd (aðeins einn Guð), sem sífellt var skírskotað til af lærisveinunum.*
Í upphafi kallar Gamla testamentið Guð „Elohim". Það þýðir „skapandi Guð", en ekki efnisleg vera utan jarðar með erfðatækni eða eitthvað í þá veru, eins og sumar bækur velta fram í dag. (Vafasöm áhrif virðast hafa komið fram á sviðið síðar.) Táknfræðilegu orðin „Elohim" og „Allah" (íslamskt) hafa án nokkurs vafa sama málvísindalega uppruna; „El" úr kanversku einnig.

Nafnið Jahweh/Jehóva birtist síðar í Gamla testamentinu. Þegar Guð kom „nær" á ákveðnum tímabilum er sagt, samkvæmt dulspekilegum og mannúðlegum heimildum á borð við J. Lorber og R. Steinar, að upplifunin um Guð sem Jehóva hafi komið upp. Þýðingarnar nota samt sem áður alltaf sama nafnið fyrir Guð og vöntun er á upplifunum fólks á mismunandi tímum sökum þess. Hin raunverulega upplifun Guðs sem Jehóva hefur ábyggilega stundum verið hulin og neikvæðar verur gætu oft hafa verið ekkert annað en fólk á villigötum. Margar nútíma ruglingslegar kenningar myndu finna lausn sína, ef tekið væri eftir þessu sjónarmiði. Þetta er fyrirbrigði í mörgum trúarbrögðum, að t.d. fólk með veika trú, sem var fullt af hatri, var ekki tilbúið að breyta skoðunum sínum í gegnum orð lærisveina. Því vísa ekki endilega allar sögur Gamla testamentisins til hins raunverulega „Jahweh" og til „YWHW" eins og lýst hefur verið af J. J. Hurtak prófessor/Bandaríkin. En það þýðir ekki að hvert atvik sem sagt er frá í Gamla testamentinu megi meta með mannlegri rökfræði nútímans. Guð veit betur en við, hvað hann gerir og af hverju og hvað hann vill að fólk geri og af hverju.

Messíasartrúin og Kristur.

„Christos" er orðið fyrir hinn spámannlega „Messías", sem þegar hafði verið minnst á í „Sjötíumannaþýðingunni", hinni grísku þýðingu hebresku biblíunnar, skrifuð af gyðingum fyrir gyðinga í kringum 3. eða 2. öld f.Kr. Þetta er því enginn skáldskapur heilags Páls eins og sumir nútíma rithöfundar höfðu talið. Rollurnar, sem fundust í hellum nærri Dauðahafinu (Qumran), sýna að guðræknir gyðingar á áratugunum og öldunum fyrir Krist höfðu beðið eftir Messíasar-friðarríki, eins og útlistað er í Jesaja 11; sjá einnig Jer 31, 31-34. En á þeim tíma voru mismunandi skoðanir varðandi eðli Messíasar, alveg eins og lærisveinar Jesú áttu erfitt með að skilja að hið nýja „ríki" væri ekki einfaldlega ríkisuppreisn gegn Rómverjunum, heldur andleg þróun sem breytir öllu, „himnaríki". Sjá Hebreabréfið.

Samfélag Qumran er oft sagt hafa tilheyrt Essenic-reglunni, hinn þriðji skóli gyðinga á þeim tíma fyrir utan faríseia og saddúkeosa. Það var sjálfstætt samfélag, nálægt essenic kenningum. Þeir höfðu góðar tengingar við alls konar mismunandi skóla. Ekki einungis hina friðsömu Essenia heldur einnig hina sjálfstæðu, herskáu selóta, og faríseia í Jerúsalem (sem færðu þeim skrá yfir sjóði musterisins; litið var á Qumran-fólkið sem áreiðanlegt þrátt fyrir að það hafði aðrar skoðanir.) „Stytta samfélagsins" 1QS geymdi lýsingar af Messíasi sem beðið var eftir. Beðið var jafnvel eftir tveimur Messías eða tveimur ættarmeiðum af Messías. (Samkvæmt lögum þess tíma passaði lýsingin við Jesú Jósef frá húsi Davíðs og Maríu frá kennimannslegu línu Aarons, þetta sjónarmið minntist einnig Carsten Peter Thiede á, sem vinnur með rollurnar fyrir fornleifadeild Ísrael.)
Svo virðist sem spádómur Míka 5,1, að Messíasinn myndi koma frá Betlehem, að ekki hafi verið tekið eftir honum eða hann ekki talinn vera mikilvægur fyrir hina Messíaslegu-hreyfingu þess tíma. Matteus minnist samt sem áður á uppruna Jesú. Sumir kalla slíkt fljótfærnislega „uppfinningu" Matteusar því Jesús átti að hafa átt heimili í Nasaret sem er langt í burtu. **

Kaflinn í Daníel 9:25 er oft tengdur Kristi: 69 „vikum" frá fyrirskipunum um að byggja aðra Jerúsalem - sjá Nehemíabók 2:18; í kringum 445 f.Kr. - til dauða hins (2.) „smurða". Ef þessar „vikur" eru í raun „vikur í ári" (miðað við „sabbatsár") myndu þær benda til tíma í kringum krossfestingu Jesú.

Sameiginlegar hugmyndir gyðingalegra og kristinna trúfræðinga varðandi Jesú.
Margir nútíma gyðingalegir og kristnir trúfræðingar hafa komist að sameiginlegum niðurstöðum varðandi Jesú: 
- Að hann var raunverulegur, sagnfræðilegur einstaklingur, fæddur í Nasaret í Galíleu, sonur og Jósefs og Maríu og ólst upp í húsi með bræðrum og systrum.
- Að hann var skírður af Jóhannesi skírara og eftir það fann þörf opinberlega í þessu samhengi að byggja upp Jesú-hreyfinguna.
- Að, sem farandprédikari, kenndi hann hvernig biðja ætti til hins eina Guðs og hvatti fólkið til að iðrast frammi fyrir guðsríki.
- Að hann framkvæmdi mörg lækningarkraftaverk, til dæmis fyrir fólk sem þjáðist af andlegum sjúkdómum, og að hann var sérstaklega viðurkenndur af þeim sem voru lágt settir í þjóðfélagi þess tíma, t.d. þeim fátæku, konum og sjúku.
- Að hann lenti í deilum við gyðingalega fræðimenn í Galíleu og Jerúsalem þar til hann var líflátinn á ofbeldisfullan máta af Rómverjunum.

Ákveðinn ágreiningsmál ríkja á milli gyðinga og kristna menn:
- Hvort Jesús hafi verið hinn spámannlegi Messías og nákvæmlega hvernig sambandið er á milli Jesú og Guðs.
- Hvernig líta eigi á krossfestinguna og upprisuna.
- Hvernig skilja eigi hið kristna hugtak hins ítarlegra „fólk Guðs" sem nær út fyrir gyðinga.
(Fyrir utan þetta má einnig finna gyðinga og kristna menn sem búa yfir öfgakenndri gagnrýni á hendur hver öðrum. Hvað varðar þvertrúarlegu orðræðuna skipta þeir litlu máli.)

(...)
- en það eru einnig Messíasargyðingar sem viðurkenna Jesús sem messías.

Hugmynd kom frá R. Steiner sem erfitt er að skilja í guðfræði sem takmörkuð er við skilgreiningu á kristinni trú eða gyðingdómi sem trúarleg samtök, en mögulega er hún enn áhugaverðari fyrir önnur menningarstig. Kristur sem vera, sem var þekkt á meðal forkristinna vitringa, sem tjáði sig sem Vishwas Karman hjá hindúum, sem Ahura Mazda parsa, sólarveran Ósíris Egypta, hinn keltneski Belemis = Baldur og Apollo. Sjá kaflann „Í upphafi var Orðið" og einnig meginhluta texta „Vegir Krists".
Einnig má skoða Kristsfræði Rudolfs Steiner, á meðal annarra hluta safn af erindum: (athugið hvort fáanlegt á ensku): „Spiritual beings in celestial bodies", árið 1912; „Preliminary stages for the mystery of Golgatha", árið 1913, árið 1914; „From Jesus to Christ", in 1911; „Christology". **)

Fyrir 2000 árum sjáum við líkamlega holdgun Krists á jörðinni, sem mælistiku, á tímamótum í þróunar heimsins, tekur þetta og mannkynið sjálft, þar á meðal þau að nýju inn í sitt líf. Gömlu trúarreglurnar voru sérstaklega úrskynjaðar, alveg eins og kristin trú varð síðar yfirborðskennd, þó að rannsókn á þessu væri einnig áhugaverð. Kristur sýndi sjálfan sig sem eitthvað sem samsvarar ekki hlutverkinu sem stundum er ætlað honum sem ábyrgðaraðili valds sérstaks trúarlegs samfélags, vera sem stóð fyrir hið endurnýjaða mannkyn, hinn „nýi Adam" frá Golgata.

Sá sem er óviss um kennimark Jesú / Messíasar / Krists getur spurt Guð þess í bænum til að öðlast meiri skilning.

*) Sjá Hans Küng, Judaism. Past, Present and Future fyrir rannsókn á þróun gyðingdóms frá uppruna hans til harmleiksins frá 1933-1945 og til nútímans. Hann gerir samþætta rannsókn sem samþykkir innihald ritningarinnar sem heimild er varðar samhengi, þrá fyrir fornfræðilegar og gagnrýnar trúfræðilegar rannsóknir, sem vitir sumum kristnum mönnum og gyðingum ástæðu til íhugunar. (Við samþykkjum ekki allar afleiðingar gagnrýninnar sagnfræðilegrar rannsóknar. Til dæmis virðast sum atvik í kringum Jesú aðeins vera huglægar upplifanir. Küng er samt sem áður opinn, hefur enn ekki rannsakað slíkar upplifanir.

** Það væri einnig mikilvægt fyrir tíma Gamla testamentisins að fá gagnlegar vísbendingar í gegnum rannsóknir, ef innblásin skrif með framtíðarsýn væru tekin með í reikninginn og tekið væri tillit til þeirra sérstöku eiginleika. Í þessu tilfelli fyrir utan Rudolf Steiner, til dæmis, Anna Katharina Emmerich, „Das Geheimnis (Die Geheimnisse) des Alten Bundes" (á þýsku; mögulega einnig á ensku).
Varðandi tímann á undan Mið-Asíuflóðinu og tíma Nýja testamentisins, sjá til dæmis bækur dulspekingsins Jacob Lorber: www.lorber-verlag.de (einnig eru margar bækur þýddar á ensku); og Rudolf Steiner. Ef maður samþykkir vitnisburð kristinnar dulspeki getur maður gleymt kenningum sumra fræðimanna sem lýsa því að Jesú hafi aldrei verið til sem raunverulegur einstaklingur eða að hann hafi ekki verið meira en farandprédikari.

Aftur í atriðaskrána.

 

 Upplýsingar: Zaraþústratrú (Parsatrú).

Síður okkar er varða önnur trúarbrögð eru framlag til betri skilnings og þvertrúarlegrar umræðu. Grundvöllur hlutans um kristna trú er sjálfstæð rannsókn, þar á meðal hið gamla andlega dýpi. Hin gamla persneska trú Zaraþústra er ekki lýst ítarlega, en nokkur sjónarmið eru dregin fram, sem eru mikilvæg í þessu samhengi.

Zaraþústra
Í dag viðhalda parsarnir, með sína heilögu ritningu Zend Avesta, upprunalegum Zaraþústra-kenningum. Fræðimenn innan þessara trúar á Indlandi komust að því að gríski sagnaritarinn Herodotus hafði rétt fyrir sér, (hinn fyrsti) Zaraþústra var uppi þúsundum árum á undan Kristi. (...)
Zaraþústra sameinaði andlega hreinsun og jákvætt viðhorf í garð efnislegs lífs (...). Einnig tóku trúarbrögð þeirra ekki bara á baráttu á milli ljóss og myrkurs (...). Heldur stóð einn persónulegur Guð, hér kallaður Ahura Mazda, fyrir ofan alheimsaflið. Ahura Mazda er beðinn aðstoðar í gegnum ýmsar engilverur - tilvist þessara vera þýðir því ekki að þetta sé fjölgyðistrú. Hugtakið yfir ópersónulegri hlið Guðs var „Ahu".
Heimilisfang fyrir flestar andlegar rannsóknir varðandi þessi trúarbrögð: Mazdayasnie Monasterie, Mustafa Bldg., Sir Pherozeshah Mehta Rd., Bombay 400001, India. ( www.indiayellowpages.com/zoroastrian ; mazocol@hotmail.com ). Einnig er bent á að bækur vestrænna Zaraþústra-fræðimanna láta oft í ljós hugsanir þeirra um þá menningu. (...) Meirihluti þessara trúarbragða hefur að sjálfsögðu tapað mikið af upprunalegri andlegri „dýpt" sinni, sem þarf að enduruppgötva í dag, eins og í öðrum trúarbrögðum. (...)

Sumir íslamskir trúfræðingar í Íran viðurkenna einnig parsa sem „fólk ritningarinnar" alveg eins og gyðinga og kristna menn; sem þýðir ekki „trúleysingjar" heldur fólk sem trúir á sama Guð, en oft var minnt á þennan Guð af lærisveinum sínum. (...)

Siðareglur á hinum andlega vegi.
Hin siðferðilegu gildi eru álíka og í öðrum trúarbrögðum heimsins: Góðar hugsanir, góð orð og góðar dáðir. (...).

Jesús Kristur, fyrir kristna menn, aðstoðar fólk við að endurtengjast Guði.
Áhangendur kenninga Zaraþústra viðurkenna að annað fólk hefur aðra trú, því reyna þeir ekki að loka fólk frá trú sinni.

Aftur í atriðaskrána.

 

Upplýsingar: Jesús Kristur og íslam.

Hin þvertrúarlegra umræða

Þessi síða er framlag til betri skilnings og til þvertrúarlegrar umræðu eins og hefur farið fram í mörg ár. Þessari athugasemdir gera ekki tilraun til að lýsa íslam sem heild. Það eru einnig mismunandi stefnur innan íslam.****

Kóraninn og önnur „trúarbrögð bókanna"

Íslam þýðir „framseldu þig vilja Guðs", einnig „(trúarleg) hollusta".
.Hin heilaga bók íslam, Kóraninn (Quran) er talin eiga upptök sín í guðdómlegri andagift, miðlað í gegnum spámanninn Múhameð (Muhammad) af englinum Gibril - oft lagður að jöfnu við Gabríel erkiengil, sem einnig er þekktur í kristinni trú. Hinn heilaga Kóran ætti skilja sem mikilvægustu ritningu íslam. Frekari hefðir („Sunna", orðrétt: „háttur") með ummælum/frásögnum frá spámanninum (Hadith-safnið) eru mikilvægar við túlkun Kóransins. Jafnvel spámaður, í sinni einstaklingsbundnu hegðun, er manneskja og enginn Guð. Fólk ætti að hafa í huga að það eru alveg eins margir múslimar sem þekkja ekki hina heilögu ritningu eins og kristnir menn sem þekkja ekki biblíuna. 

Kóraninn fjallar stundum beint um kristna menn og gyðinga sem „fólk ritningarinnar..." (fólk bókarinnar, til dæmis súra 4 ,171* ) og sem „Þið börn Ísrael". Þeir geta því haft áhuga á því sem er skrifað í hinni heilögu bók þrátt fyrir það að flestir þeirra fáist yfirleitt ekki við það. Trúarbragðavísindi rannsaka hina heilögu ritningu allra trúarbragða og sagnfræðilega þróun á túlkun þeirra** - á meðal annars. Rannsaka ætti samt sem áður hina heilögu bók með virðingu. Einn hluti íslamskra skýrenda Kóransins skrifaði að til sé upprunalegur Kóran, varðveittur af Guði á öruggum stað, aðeins aðgengilegur af hreinum englum og hreinum spámönnum; annar hluti þeirra túlkaði sem svo að lesandi Kóransins á jörðu ætti að vera í hreinu ástandi.

Litið er á spámanninn sem svo að hann hafi verið sendur um tíma (eða um tíma í eða á milli; önnur þýðing: eða eftir ákveðinn tíma), þegar spámenn vilja (súra 5,19*). Kóraninn gerir greinarmun á milli „trúmönnum" á kenningum Múhameðs spámanns, og „fólik ritningarinnar"; og „trúleysingja". „Fólk ritningarinnar" er aðallega gyðingar og kristnir menn hvers trú, fyrir utan múslima, er byggð á sömu hefðum; stundum einnig áhangendur kenninga Zaraþústra (parsar; „Magus" súra 22,17*). Kóraninn viðurkennir keðju „spámanna", sem kenna allir Einn Guð, Dómsdagur í framhaldslífinu og bænir fyrir fólki sínu eða sínum tíma (t.d. súra 6,83-92; súra 7; súra 4,136*). Að því leyti að fólk sem aðhyllist þessi trúarbrögð trúi á sameiginleg grundvöll, Kóraninn kallar þá ekki trúleysingja (t.d. súra 5,48*). Á fyrstu öldum íslam voru kristnir menn og gyðingar ekki neyddir til að snúast til íslam - samkvæmt kenningum Kóransins, „Í trúarbrögðum er engin þvingun", súra 2,256.
Abraham er talinn vera einn af „Hanifunum" sem fann trú á aðeins einum Guði, til dæmis sumir einsetumenn.
„Allah" sem hið íslamska heiti Guðs - frá hinu for-íslamska arabíska „al-ilah" - hefur meira segja, sem semískt orð, nánast örugglega sama uppruna og nafnið „Elohim", eitt af nöfnum Guð í Mósebókum (á hebresku).

„Trúleysingjar" (orðrétt: „Coverer") tilheyrðu strangt til tekið fjölgyðistrúarreglu - hjáguðadýrkun, sem Múhameð barðist gegn í Arabíu og sem biblían varaði gyðinga og kristna menn við. Í víðara hátt lítur íslam núna á þetta fólk sem trúleysingja, sem trúir ekki á einn Guð og dómsdag. Stundum er hugtakið notað til alhæfingar á rangan máta fyrir alla þá sem eru ekki múslimar, stundum jafnvel af múslimum yfir hina skólana.

Jesús Kristur í Kóraninum

Fyrir utan biblíuna er einnig minnst á Jesú í Kóraninum (7. öld) þar sem ýmislegt er eins en einnig skarast ýmislegt á. Hér er vakin athygli á því að Kóraninn viðurkennir Jesú sem spámann, sem sendiboða frá Guði, og sem „Orð" Guðs án skilgreiningar, og sem „andi Guðs" (súra 4,171*), „skapaður eins og Adam" (súrur 2, 3, 5* ...). Þetta er meira en sumir kristnir guðfræðingar í nútímanum viðurkenna sem sjá aðeins Jesú sem hinn félagslega umbótasinna! Jesús aðeins sem son Guðs - kristnir menn á tímum Múhameð hugsuðu þetta sér mjög líkamlega - í samhengi seinni kenninga um hina heilögu þrenningu sem var ekki viðurkennd af Kóraninum. Kristnir menn, sem gátu óyggjandi skýrt hina upprunalegu merkingu þannig að einhver sem kæmi annars staðar frá myndi skilja það, voru ekki margir á þeim tíma (t.d. súra 6,101*). Í Róm 1:4 er sagt að Jesú hafi verið „auglýstur" sem sonur hans andlega krafts og því ekki fæddur. Kristnir menn gætu verið sammála hinni íslömsku sannfæringu um að Guð er óborinn og var ekki „borinn" en „skapaði" Jesú. Hið gríska hugtak „logos" sem notað er í biblíunni fyrir guðdómlegan uppruna eða leiðangur Jesú Krists var þýtt í guðspjöllunum sem „Orðið" sem notað er yfir Jesú í Kóraninum. Gætu andagiftir Kóransins haft að geyma leyndardóma sem enn hafa ekki verið uppgötvaðir af múslimum né kristnum mönnum sem hugsanlega leiða til tilgangslausra deilna um hugtök? Einnig þar sem kristnir menn birta þessar kenningar í orðum, sem verður að skilja sem einhverja fjölgyðistrú, er slíkt ekki í samræmi við kenningar Jesú: „Biðjið hann (Guð) um í mínu nafni (vísað til Jesú" - Biblían, Jóh 15:16. Í lífi Jesú snýst allt um einn Guð en aðeins Jesú getur leitt fólkið til hans.

„Logos" (gríska, í Jóhannesarguðspjalli „Orð Guðs" hér tengt við Krist) birtist í þýðingu Parets á Kóraninum (á þýsku) óháð Jesú. Aðrar útgáfur Kóransins skilja það sem „málefni" Guðs eða „fyrirskipun" (súra 13,2 og 13,11*).

Í Kóraninum er litið á Jesú „sem Adam", sem var skapaður frá jörðunni (súra 3,59*); og talað um sendiboða frá anda Guðs til að fæða Jesú (súra 19,17-22*). Hin kristna útgáfa segir einnig frá engli sem tilkynnir fæðingu Jesú af heilögum anda til Maríu mey. Einnig segir Kóraninn að Jesú hafi verið efldur af hinum heilaga anda/anda heilagleikans. (súra 5,110*).

Samkvæmt Kóraninum tilkynnti hinn ungi Jesú upprisu sína (súra 19,33*); hér er Kóraninn þó hugsanlega að vísa til dómsdags og upprisu þeirra er trú sem oft er minnst á í Kóraninum (sjá að neðan; súra 4,159*). Kóraninn segir að Jesú hafi verið tekinn lifandi upp til Guðs (súra 4, 157 - 159, súra 3,55*).
Múslimar og kristnir menn eru ekki sammála hvað varðar hvort Jesú hafi verið krossfestur, dáinn og unnið bug á dauðanum áður en hann fór upp til himna, eins og kristnir menn halda fram, eða hvort Guð hafi lyft honum lifandi upp til himna, eins og múslimar trúa. Báðir hópar trúa þó að hann hafi ekki verið „látinn" þegar hann reis upp (biblían segir til dæmis að hann hafi rætt við lærisveinana sína áður en hann fór til himna.)
Í súrunum 3,55 og 5,48* er sagt „...ég mun gera hann hreinan" og „...þið munið allir koma aftur til mín og ég (Guð) mun ákveða hvað þið voruð ósammála um". Kristnir menn og múslimar gætu því beðið eftir lausn á eftirliggjandi ráðgátum í stað þess að deila um hluti.

Kóraninn hefur einnig að geyma dómsdag og upprisu þeirra er trúa. (t.d. súra 36,77-83; súra 69,13-37; súrur 75, 99*). Þá mun Jesú snúa aftur og verða vitni að eða dæma fyrir þá er trúa á ritninguna (súra 4,159; bera saman við súra 16,89*). Þeir - einnig þeir sem eru ekki múslimar -, sem trúa á Guð og á dómsdag, „og gera góðverk", þurfa ekki að óttast dómsdag (súra 2,62; súra 4,123-124; súra 7,170*). Samkvæmt Kóraninum og einnig biblíunni er dómsdagurinn guðsverk, en verk manna, sama hvort þeir eru kristnir, múslimar eða gyðingar.
(Slíkur samanburður á milli trúarbragða er ekki ætlað að setja vafa á sjálfstæði Kóransins.)

Siðferðileg grundvallaratriði

Hin siðferðilegu grundvallaratriði þessara þriggja „Abrahams-trúarbragða" eru einnig tengd hvert öðru. Boðorðin eiga sér einnig stað í Kóraninum en eru ekki talin upp á sama máta, t.d í súra 17,22-39; súra 5,38-40; súra 2,188; súra 4,135; súra 2,195; og súra 17,70* (mannleg reisn). Kóraninn bannar til dæmis dráp á saklausu fólki án undantekninga (súra 5,27-32*). Hugtakið „Gihad" („Jihad") stendur einungis fyrir: bardaga, baráttu; merkingin „heilagt stríð" á ekki uppruna sinn í Kóraninum heldur frá ummælum Múhameðs og stefnum íslamskra laga.*** Inn á við, andlega og siðferðilega er vinna gegn illsku manns kölluð „Great Gihad", mikilvægara en öll ytri átök. Berið saman kenningar Jesú, að taka fyrst bjálkann úr auga manns, mörg ytri átök myndu þá tapa grunni sínum. „Gihad orðsins" er að ræða á friðsamlegan hátt um trú manns. „Gihad handarinnar" er hið virka, leiðbeinandi fordæmi þess sem trúir. „Gihad sverðsins", einnig kallað „litla Gihad" er aðeins leyfilegt til að verja þá sem trúa þegar þeir liggja undir árás (bera Kóraninn súra 2,190*). En finna má „ofstæki" í tengslum við önnur trúarbrögð í Kóraninum (t.d. súra 48,29; súra 47,4*); hægt er að bera slíka „ákafa" kafla við aðra kafla sem takmarka þá (til dæmis „í trúarbrögðum er engin þvingun", súra 2:256).
Það eru ítarlegar hefðbundnar reglur, t.d. hvað varðar samband á milli kynjanna, þar á meðal bann á giftingu við þá sem ekki eru múslimar. 

Hin íslamska hefð inniheldur: „Yfirlýsinguna að það sé enginn annar Guð nema Guð (Allah), og að Múhameð sé spámaður Guðs;
að fyrirskipuðum daglegum bænum sé framfylgt (súra 2,177*);
að hinum árlega föstumánuði Ramadan sé fylgt (súra 2,185*);
að pílagrímaferð sé farin að minnsta kosti einu sinni á lífstíðinni (súra 2,196*);
og að 'Zakkat', hið trúarlega framlag sé gefið í félagslegum tilgangi (súra 2,177*)."

Í nútíma-íslam er ekkert miðlægt vald, sem hefur ákvörðunarvald er varðar trúarlegar-siðferðilegar spurningar. Afstaða sem flestir virtir fræðimenn (ulama) hafa væri líklegast víðast viðurkennd.

*) Hin þýska þýðing Kóransins eftir Rudi Paret var notuð við gerð þessarar greinar, með þá egypsku þá mest notuðu í íslömskum löndum. Aðrar útgáfur gætu talið versin á annan máta; þá geturðu finnið nefnd efnisatriði á undan eða eftir versnúmerinu í sömu súru. Merking kaflanna úr Kóraninum hefur verið yfirfarin með aðstoð hins þýska Kórans og - athugasemda Adel Theodor Khoury, hvers þýðing er einnig viðurkennd af múslimum (til dæmis af dr. Inamullah Khan, á þeim tíma General Secretary of the Islamic World Congress.) Athugasemdir hans veita sérstakt ljós á hefðbundnar túlkanir íslamskra stefna. Vandamál er tengjast þýðingu hins gamla arabíska tungumáls Kóransins er ekki viðeigandi hvað varðar staðina sem minnst er á að ofan en þá má auðveldlega skilja.

***) Einnig voru „kristnu krossferðirnar" á miðöldum ekki byggðar á biblíunni heldur á mannlegum verkum og orðspor þeirra er slæmt hjá flestum evrópskum kristnum mönnum í dag.

****) (Til sbr. í íslamstrú Kóran-súran 164, vers. 125.

Aftur í atriðaskrána.

 

Upplýsingar:  Jesús Kristur og búddatrú.

Hérna er fjallað um sameiginlegan grundvöll og mismuninn á milli stefnum búddatrúar og kristinnar trúar sem eru meðvitaðir um sína eigin andlegu dýpt. Sökum þessa verður ekki ítarlega fjallað um líf og kenningar Búdda (500 f.Kr.). * Fjallað er ítarlega um mikilvæg atriði.

„Ekkert ég" og „ég"

Kjarni upprunalegu kenninga Búdda, sem er „Hinayana" búddatrú, er enn byggður á að frelsa sjálfan sig sífellt meira frá öllu sem tilheyrir ekki kjarna manns. Löngun skilningarvitanna og hugans, sem leiðir til þjáningar, skal viðurkenna sem „að tilheyrir ekki sjálfinu" („anatta") og skal að lokum hverfa og leiða til ástands uppljómunar. Þessu má ná fram með því að aðlaga líf manns og með þjálfun, þar á meðal hugleiðslu o.s.frv. Sérstaklega hinn síðari skóli „Mahayana" búddatrúar, sem varð einnig ágengt til dæmis hvað varðar samúð fyrir öllum verum í stað hörfunar frá heiminum, misskildi oft þetta hugtak „ekki sjálf". Þeir túlkuðu það á þann veg að ekkert „Ég" yrði eftir ef að einstaklingurinn skilur við hina lágu, sjálfselsku eiginleika. Því hafa þeir tilhneigingu til að túlka einnig uppljómun sem „ekkert". Búdda sjálfur talaði samt sem áður um hæstu upplifunina (níunda þrep): „Og  ég ... sá (einnig) í gegnum eymd svæðisins 'Hvorki skilning né ekki skilning'. Með tímanum varð mér það ljóst og (ég) fór á stig hamingju við afnám skilnings og tilfinninga. Ég hef fengið nægju mína af því... Frá þeim tíma sem ég vann mér inn, eftir fullt brottnám 'Hvorki skilnings né ekki skilnings', afnám skilnings og tilfinning og að vera í því; og eftir að ég bar kennsl á það skynsamlega voru áhrifin þurrausin" (Suttam of the Anguttara Nikaya 9, Nr. 41 ...).

Að því leyti sem maður getur viðurkennt að Jesús Kristur fyllir einnig fólk andagift til að hreinsa hæfileika sína og að byrja á sjálfu sér í stað þess að gagnrýna samstundis aðra (sjá meginhluta texta Vegir Krists). Hann samsamar ekki sig eða lærisveina sína við heiminn eða aðrar veraldlegar athafnir en lýsir þeim á þann veg að þeir tilheyri ekki heiminum, bersýnilegra heldur í hinni upprunalegu búddatrú, búi og starfi í heiminum (Jóh 17), umbreytir heiminum eins og hvati.
Ummæli Jesú og Búdda varðandi lífið birta margt sem sameiginlegt er sem sumir álitu áratugum saman að Jesú væri að kenna búddatrú. Útskýring á þessum líkindum þarf ekki að ganga mann fram af manni af einhverjum ytri aðila, eins og sumir fræðimenn sjá fyrir sér, jafnvel þó slíkt hefði getað verið mögulegt. Við gætum allt eins sagt að hann kenndi eitt af gömlu trúarbrögðunum. Í meginhlutanum er útskýrt að slíkt líkindi eru orsökuð af andlegum veruleika sem allir geta skynjað sem hafa aðgang að honum án þess að herma hver eftir öðrum. Þegar öllu er á botninn hvolft er um andagift að ræða. Ef þetta er sagt þá á þetta upptök sín hjá ytri aðila. Án þessa aðila væri ekkert „eitthvað" eða „ekkert" eða „ekki ekkert", o.s,frv. Án þessa aðila væri ekkert sem veitti frelsun því frelsunin sjálf væri merkingarlaus án þessa. Frá því sem er að baki alls, hulið í öllu en er samt algjörlega fyrir utan allt. Það sem er ósýnilegt sem hefur samt alla hluti að geyma, og verður meira við lok sköpunar heldur en við upphafið, eitthvað sem, á efnislegan máta, er að minnsta kosti eins mótsagnakennd og koan (dæmisaga í zen búddisma). Eitthvað sem ekki er hægt að skilja með fræðilegum leiðum. Jafnvel þó hægt að gera mannshugann nógu sveigjanlegan til að gera að minnsta kosti óbeina tilraun***** eða að meðhöndla það sem hefur verið séð að innan. Þetta er sterkur punktur trúarbragðanna, borið saman við efnishyggju - og eigingjarnt þjóðfélag, sem ekki er notaður nógu oft. En líkindi og viðkoma á milli trúarbragða breyta ekki þeirri staðreynd að þau hafa öll sína örlítið mismunandi vegi.

Á meðal kristnu dulspekinganna er verk Meisters Eckhart næst austrænu ópersónubundnu stefnunni (Eastern impersonalism). Á meðal hugsanastefnum búddista gætu kenningar Nichiren birst sem brú. Á meðal annarra indverskra heimspekinga er verk Sri Aurobindo, með félaga sínum, „móðirin", næst evrópskri persónuhyggju. Hann upplifði uppljómun og bar kennsl á, sýnilega á svipaðan máta og sumir kristnir dulspekingar, að það er eitthvað öðruvísi en „ekkert" að baki uppljómunarinnar. Hann talar um það „æðsta" og vill færa ákveðna hluta af þessu „æðsta" niður til jarðar Fyrir suma gæti Sri Aurobindo virkað sem brú sem leiðir aftur til kristinnar trúar, en til hins sanna kjarna kristinnar trúar, umkringir raunverulegt „kristið nám, og jafnvel aflið sem Jesús sjálfur sýndi við upprisun sína.

Hinn „endanlegi veruleiki" og spurningin um Guð.

Í gyðingdómi, kristinni trú og íslam eru hæfileikarnir sem maður þarf að hreinsa samt sem áður tengdir syndum í sambandi við Guð. Þetta varðar það að hafa trúarlegar, siðferðilegar reglur, að vinna bug á öllum eiginleikum sem aðskilja okkur frá Guði. Yfirleitt er sannfæringin, ábyggilega einnig á meðal þeirra er aðhyllast búddatrú, að í búddatrú sé engin Guð. Því vísa sameiginlegar siðferðilegar yfirlýsingar varðandi trúarbrögð aðeins til „síðasta veruleika" fyrir utan hið efnislega líf, viðurkennt af öllum trúarbrögðum, hvað sem slíkt þýðir í hverju trúarbragðanna. Þetta er samt sem áður ekki alveg rétt. Búdda sagði aldrei að það væri ekki neinn Guð. En á sínum tíma einskorðaði hann sig við að ræða um skilning er varðar hinn mannlega veg. Búdda svaraði spurningum hindúapresta varðandi Brahma, hinn skapandi guð hindúa: „Ég þekki Brahma vel og heim Brahma og leiðina sem leiðir að heimi Brahma og hvernig Brahma komst í þann heim, ég þekki það líka." - (Digha Nikaya, 13. ræða - vísar til andlegra upplifana, ekki bara að þekkja bækur hindúa.) 
Brahma hindúa er ekki einfaldlega hægt að leggja að jöfnu við Faðirinn sem Jesús Kristur kenndi. Brahma er frekar persónugerving ákveðinna hæfileika Guðs sem komu upp á mismunandi menningarstigum með tímanum. Brahma er ekki nafnið fyrir neikvæð öfl.
Hann ræðir um uppruna alls, jafnvel um uppruna hindúaguða. Um hvað er hann þá að ræða? (Hvað varðar Búdda var uppruninn og markmiðið greinilega ósýnilegt. Hin ósýnilega uppljómun eða hinn æðsti raunveruleiki er ekki „ekkert". Það er fyrir utan mannlegt ímyndunarafl. Athugið: Kristin trú, gyðingdómur og íslam veit að það er ekki til neins, eða jafnvel bannað, að gera líkneski af Guði.
Hérna finnum við allt í einu hliðstæðu í kristinni trú, gyðingdómi og íslam sem er eiginlega ekki viðurkennd. Öll þessi trúarbrögð viðurkenna að það sé ekki til neins, eða jafnvel bannað, að gera sér líkneski af Guði - jafnvel þó ástæða bannsins sé gleymd. Í gyðingdómi var ekki einu sinni heimilt að gefa beint frá sér hebreska nafnið yfir Guð. Sjá einnig á síðu okkar „Trú sem endurtenging við Guð, athugasemd 2) um erkitýpur.

Núna þegar við lítum á elstu þekktu „eingyðistrú", en undanfari hennar er mörgum árum fyrr en gyðingdómur. Hér er um að ræða Zaraþústratrú í Mið-Asíu sem við köllum „trú Nóa fyrir flóðið" (http://www.ways-of-christ.net/topics/parsism.htm) þá finnum við allt vel skilgreint: „Ahu" sem ópersónulegi, ósýnilegi en raunverulegi guð og hinn betur þekkti „Ahura Mazda" sem Guðinn sem litið var meira á sem veru í gegnum alheimskrist. Þetta er ekki vel þekkt, jafnvel ekki á meðal þeirra er aðhyllast Zaraþústratrú í dag, í staðinn var þetta kannað fyrir nokkrum áratugum síðan af áhangendum kenninga Zaraþústra á Indlandi.
Við höfum beitt þessu upp að ákveðnu marki í kristinni dulspeki. Þegar „Sonurinn" eða Logos er talið vera það fyrsta sem er skapað eða spegillinn sem endurspeglar Guð, bara mannlegt hugtak, en einhver sem miðlar einhverju mjög mikilvægu, einhverju sem tungumál manna getur ekki tjáð nógu vel. Jesús sagði: „Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig." Þetta er heldur ekki að fullu skilið. (Á þessum tíma var Guð Gamla testamentisins meira sem „Guð fólksins", á sameiginlegri hátt, ekki sem persónuleg hliðstæða manneskju.)

Guðspjöllin og Opinberunarbókin lýsa „föðurnum" sem hann hafi bæði hafið sköpun og sem hann sé hennar lokauppfylling (Alpha og Omega). Hann er sagður vera hafinn yfir sköpun og eiginleika hennar og það var ekki mögulegt að ná henni á undan Kristi. Kristnir dulspekingar á borð við Jakob Boehme sögðu, í samræmi við þeirra raunverulegu upplifanir, að þessi Guð væri ekki bara hafinn fyrir sköpun hinnar efnislegu sköpunar heldur einnig hafinn yfir hina „fyrstu, himnesku sköpun". ** Tilraun flestra vísindalega rita til að bera saman trúarbrögð og sleppa þeim sem hafa djúpar andlegar upplifanir munu ekki veita mikla hjálp. Án þess er ekki einu sinni hægt að finna tungumál sem hægt er að skilja báðum megin við borðið. *** 

Leið búddatrúar leiðir til „uppljómunar" út fyrir það sem er fyrir handan, nokkuð sem er fyrir flesta þá sem aðhyllast búddatrú eins langt í burtu og dulspekisamband við Guð er langt í burtu fyrir flesta kristna menn.**** Búddatrú kennir einnig að „Bodhisattva", sá sem er „frelsaður frá endurholdgun" geti a fúsum vilja komið niður til að hjálpa mannkyninu.
Kristur reis upp til föðursins („Og gröfin var tóm..."; & Upprisa & Uppstigning), og lofaði að snúa aftur. Með Guði og vegi hans hefur gagnsíun frá hæsta guðdómlega ríki niður til efnislega stigsins orðið möguleg.

Það gæti verið þess virði að minnast á Rudolf Steiner hvað þetta varðar. Hann sagði að Búdda færði kenningar um ástarspeki og að Kristur færði síðan kraft ástarinnar.
Kraftur ástarinnar dregur allt að lokum til baka, eða frekar áfram, að guðdómlegri fullkomnun. „Biðjið föðurinn um í mínu nafni", táknar í samræmi við hann, í gegnum hann, hinn kristni vegur leiðir til þess Eina. Hérna er litið á Búdda sem nokkurs konar brautryðjanda. 

sem vill viðurkenna raunveruleikann gæti spurt Krist og/eða Búdda á leið sinni!

Búdda í „Kalama Sutra": „Ekki láta leiða þig..., ekki af orðrómi, ...hefðum, ... skoðunum dagsins, ...valdi hinnar heilögu ritningar, ...einungis skynsemi og rökréttum niðurstöðum, tilbúnum kenningum og kosnum skoðunum, ...áhrif persónulegs forskots,...valds meistara. En ef þú áttar þig sjálf/ur...". (Sönn trú er líkari viðurkenningu og sannfæringu frekar en vitsmunlegu hugtaki.)

*) Kenningar Búdda beint frá honum sjálfum má finna í ítarlegri þýðingu K.E.Neumann,„Die Reden des Buddha: mittlere Sammlung" (Ræður Búdda: meðalsafn; á þýsku; líklegast einnig þýtt á ensku); einnig í „längere Sammlung" (langt safn).

**) Fyrir fólk með guðspekilega málnotkun er minnst á að á guðspekilegan hátt sé uppljómun eða Atman fyrir neðan hin guðdómlegu stig „paranirvana" (endanleg lausn) og „mahaparanirvana".

***) Hinn kristni dulspekingur Master Ekkehart lýsti þessari upplifun sem uppljómun, án þess að nota þetta orð, en munurinn var sá fyrir hann að þetta var tengt því að hitta Guð.

****) Að snúa aftur til Guðs með kjarna vegarins í gegnum heiminn er á vissan hátt eins og að skila einhverju sem var þar allan tímann. Hins vegar bætir það einhverju við, sem var þar ekki áður, eins og tveir aljafnir þríhyrningar. Þessa þversögn er aðeins hægt að skilja í gegnum djúpa dulspekilega upplifun.

*****) Það eru einnig heimspekilegar hliðar. Í mahayana búddatrú lýsti Nagarjuna í lýsingu sinni á Prajnaparamita að líta er hægt á eitthvað sem það sé satt, ósatt eða satt og ósatt, eða hvorki satt né ósatt – fjórir flokkar í stað tvískipts annað hvort/eða. Þar sem skynsemin megnar ekki að skilja þetta að fullu gæti það leitt til þess að einstaklingurinn öðlast fræðslu út fyrir þessa tvískiptu rökleiðslu sem leiðir til sýnar frá öðru sviði vitundar. Þetta er álíka og áhrif koans - dæmisögur - zen búddatrúar (sjá að ofan). Í evrópskri heimspeki er önnur leið til að víkka hugann út fyrir hið gamla tvískipa annað hvort/eða: Rökfræði Hegels inniheldur einnig nýmyndun. Hún gerir huganum kleift að vera þjálfaður til að vinna bug á mótsögnum eða auðséðum mótsögnum og opna því hugann fyrir hinum æðri sannleika anda Guðs. Okkar kristna verkefni hefur á sjálfstæðan máta þróað álíka möguleika: mismunandi sjónarmið geta innihaldið hluta sem eru skiljanlegir og samanburðarhæfir frá heildrænu sjónarhorni, sem passa saman og vinna bug á auðséðum mótsögnum (tvískipting).

Aftur í atriðaskrána.

 

Upplýsingar:  Jesús Kristur og hindúatrú.

Síður okkar er varða önnur trúarbrögð eru framlag til betri skilnings og þvertrúarlegrar umræðu. Hérna er fjallað um sameiginlegan grundvöll og mismuninn á milli hugsanastefna hindúa og kristinna sem eru meðvitaðar um sína eigin andlegu dýpt. Þetta er ekki tilraun til að lýsa hindúatrú á ítarlegan máta. Mikilvægir punktar verða ræddir nákvæmlega.

Jesús Kristur.
Í kenningum sem eiga uppruna sinn í hindúatrú er hugtakið „Avatar" á mismunandi sviðum borið saman, þýðir fólk sem er ekki á jörðinni til að taka framfarir sjálft en er þar sjálfviljugt, að leggja af mörkum til handa framförum þjóðar eða mannkyns; sem hluti af „guðlegri fullkomnun". Munurinn á milli samfelldra „Avatara" að þeirra mati rennur oft saman; á meðan kristnir menn og gyðingar leggja áherslu á „Guð sögunnar", þróunarhliðina og sérstakt hlutverk Messíasar í þessu sambandi (hluti úr kaflanum „Í upphafi var Orðið..." í meginhluta okkar).
Þetta er samt sem áður leyfileg nálgun til að skilja verkefni Jesú Krists, í ljósi indversks hugarfars og orðasafns. Því viðurkenna oft hindúajógar (meistarar) víðtækara hlutverk Jesú heldur en kristnir guðfræðingar sem líta á hann sem einfaldan mann og félagslegan umbótasinna. En einnig eru til hindúar sem líta á Jesú sem kennara. Maður ætti að hafa í huga að andleg dýpt kristinnar trúar týndist að hluta til og þarf að verða skiljanleg að nýju svo að gagnlegar umræður geti átt sér stað við önnur trúarbrögð.
(Þessi heimasíðu vinnur að slíku í texta sínum * ).

Jóga** og kristin trú.
Þegar velt er fyrir sér ummælunum: „Verið því fullkomin eins og faðir yðar himneskur er fullkominn" (Matt 5:48) er áhugaverðasta umræðuefni hverrar trúar hvert hinn praktíski vegur leiðir mann. Hvað varðar hindúatrú eru vegirnir eins margir og tegundir jóga sem reyna að leiða að guðdómlegri fullkomnun sálarinnar með því að öðlast stjórn á ytra og innra eðli mannsins.

Í þessu samhengi eru evrópskar andlegar lærdómsleiðir sem geta innifalið tauga- eða vitundastöðvar sem þekkjast í Jóga undir nafninu „chakras" (...). Ekki er sjálfkrafa hægt að lýsa þessum tilhneigingum sem ókristnum eins og kirkjurnar gáfu til kynna. Hugmyndir á borð við þessar þekktu kristnir guðspekingar þegar á miðöldum (Johann Georg Gichtel) og má núna upplifa sem þær séu í raun til - á sama máta og nálarstungupunktar tilheyra ekki sjálfkrafa „taóistum", því punkta og línur má núna mæla með rafmagni og skoða frá vefjafræðilegu sjónarmiði. (Útdráttur úr "„Hinn heilagi ákafi" í meginhlutanum). Það er bók á þýsku: Albrecht Frenz „Christlicher Yoga" (kristið jóga) sem gerir ráð fyrir að kristin trú og jóga sé samþýðanleg.
Fyrir kristna menn er viðhorfið samt sem áður ótvírætt: eru æfingar taldar vera undirbúningur manns fyrir áhrif Guðs, eða telur maður að ósekju að fullkomnunin í Guði geti verið knúin fram með tækni (æfingar fyrir líkama og öndun, syngjandi möntrur = máttur hljóðs, einbeitingar, hugleiðslu, ...)?
Annar greinarmunur fyrir kristna menn: t.d. hugtök á borð við „máttur Krists" eiga sér stað í Jóga, horfir maður á lækningamátt Krists sem hluta af honum, fyrir utan áhrif manneskjunnar, eða er hann einungis einangrað alheimsafl? Ef einhver tekur ekki beint á móti Kristi hvernig getur hann/hún þá vitað að upplifanir hans/hennar séu tengdar Kristi? (Að hluta til úr kaflanum „Spurningin um kraftaverkin" í megintexta okkur). *
Einnig eru til upprunalegar kristnar leiðir í stað aðferða sem aðlagaðar hafa verið frá öðrum stöðum en það er enn verið að vinna úr þeim svo þær henti nútíma okkar. T.d. hin gamla hefð réttrúaðra munka frá Athos-fjalli/Grikklandi („kyrie-eleison", „Drottinn, miskunna mér") væri kristin öndunar- og möntruaðferð, ef hún væri skilgreind á indverskan máta (sjá „Þögnin í eyðimörkinni" í meginhluta textans)*. Einnig er til ákveðin kristin leið við hugleiðslu varðandi guðspjöllin, þar sem þau eru grundvöllur megintexta okkar eins og því er lýst á aukasíðu „...Kristin hugleiðsla" *
.

**)Indverska orðið jóga þýðir bókstaflega að „að tengjast" sem þýðir að leita endurteningar við upprunann, eins og latneska orðið „re-ligion". Aðferðir hindúa við að þjálfa líkamann, hugann og andann.

Tegundir dulspeki í kristinni trú og hindúatrú.
Í dag eru ákveðin líkindi á endurupplifun krossfestingarinnar inn á við eða „miðnætti sálarinnar", hinn „dulspekilegi dauði", umskiptin í gegnum „auðnina", án nokkurs sem einstaklingurinn getur hallað sér að (sem er nokkuð sem allir þekktir kristnir dulspekingar, t.d. Master Ekkehart, hafa upplifað á einhvern máta), hefur ákveðin líkindi með ofurreynslu Jóga, Nirvikalpa Samadhi eða upplifun tómleika „uppljómunar". Kristnir dulspekingar veittu samt sem áður þá upplifun að í eða að baki þessa tómleika sé „eitthvað", t.d. Kristur eða Guð. Aurobindo sýndi að það er mögulegt að fara fram úr „uppljómun" og í það sem er að baki, einnig að indversku sjónarmiði. Á hinum kristna vegi gæti eitthvað af allsnægtum verið að baki alls allt frá fyrsta augnabliki hins trúarlegs vegar því veran Kristur, eftir að hafa verið á jörðinni, stendur fyrir brú.
Þegar einhver eins og Aurobindo stendur andspænis öflum sem virðast hafa tengingar við þróun Krists, en bakgrunnurinn er ekki til staðar, er erfið jafnvægislist látinn í skína. Slíkt er samt sem áður ómögulegt. Sumir gæti munað eftir tilfellir hindúadrengsins, Sadhu Sundar Singh, sem vissi ekkert um kristna trú, en eftir að spyrja inn á við ákaft eftir Guði upplifði hann lifandi Krist. Síðar var þetta skrifað í bækur. Einnig í hefðum hindúa-tantra birtist fólki sýn af Kristi þegar vænst hafði verið indverskra guða í staðinn. „Andinn fer hvert sem hann vill".
Þetta gæti ekki skipt máli fyrir trúfræði bundna kristindómi sem trúarlegt samfélag en þeim mun áhugaverðara fyrir önnur menningarsvæði: vísbendingin um að R. Steiner sjái Krist sem sólina, sem æðri vitringar þekkja, áður en hann kom niður á jörðina (Útdráttur úr kaflanum „Krossfestingin..." í meginhlutanum). *
Varðandi hina mörgu Guði hindúatrúar gæti maður velt fyrir sér að seinni tíma rannsóknir hafa gefið til kynna að „Guðir" margra gamalla menningarheima, svo lengi sem þeir hafi ekki verið „sérstakir Guðir ættflokks" eða mannlegar hetjur, hafi verið hliðar á einnig guðdómlegri veru sem síðar var tilbeðin sem sjálfstætt goð. Því eru gamlar fræðilegar lýsingar á borð við „fjölgyðistrú" ekki mjög þýðingarmikil. Gyðingarnir höfðu, í hinum upprunalega hebreska texta, mörg mismunandi nöfn yfir Guð og einnig yfir hæfileika hans. En þeir gengu ekki svo langt í að tilbiðja þá sem mismunandi Guði. T.d. áhangendur kenninga Zaraþústra (parsar) bjuggu einnig við eingyðistrú. Á meðal skóla hindúatrúar má líta á „Vaishnavites" sem eingyðistrú.

Í þessu samhengi er áhugavert að merkja að nýjar hugmyndastefnur eru til sem eru ekki sammála hinum almennu ályktunum varðandi hinn náttúrulega, skyldubundna dauðleika líkamans, eins og Kristur: (...) T.d. indverski heimspekingurinn og Jógi Aurobindo og andlegur félagi hans, „Móðir" Mira Alfassa leituðu vísbendinga á svipuðu sviði... (Útdráttur úr kaflanum „Upprisan" í meginhlutanum). *

Kenningar varðandi „karma" og Guð.
Hindúar myndu kalla hina kristnu leið varðandi félagslegar gjörðir og mannkærleik „karma jóga" (jóga varðandi hreinsun örlaga) eða „bhakti jóga" (jóga ástarinnar). Vegi viðurkenningar (þar á meðal hugleiðsla) mætti bera saman við „jnana jóga".

Sá sem upplifir þetta líf getur orðið meira sem órofa heild ef hann/hún tileinkar sér viðhorfið að vera leiddur í gegnum lífið af Guði eins og gefið er til kynna af Guði. Ef maður hefur viðhorf vélrænna, virkra örlaga, sem kallað er innan hindúatrúar jafnvægi „karma" þá getur lífið haldið áfram í samræmi við þessar meginreglur. Kristur talar um að leysa hlutina að fullu en hann segir ekki að slíkt þurfi að gerast hvað varðar „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" (eins og skrifað er í Gamla testamentinu). Hið nýja verkefni einstaklingsins fær forgang. Guð tekur aðeins að sér þá möguleika sem geta orðið gagnlegir fyrir manneskjuna og hans/hennar umhverfi, þegar búið er að leysa málið. Að ráða við fortíðina er ekki lengur endir í sjálfu sér og ekki lengur þroskahvati. Hjálp „að ofan" varðandi samsetningu mismunandi möguleika mannsins má sjá í dag. (Útdráttur úr kaflanum „Krossfestingin" úr megintextanum; það er einnig aukasíða tengd „kenningum um karma og endurholdgun")*

Siðferðileg gildi.
Trúarbrögð heimsins eru mjög svipuð hvað varðar siðferðilegar meginreglur og það er á því sviði þar sem skoðanaskiptin hafa mest farið fram. T.d. hin fyrsta forsenda árangurs í hinum klassíska jóga patanjali er „yama": ekki að skaða neinar lifandi verur með hugsunum, orðum eða gjörðum; ekki að vera gráðugur; sannsögli; kynferðislegur hreinleiki; ekki bara að taka við gjöfum (vera sjálfstæð/ur). Annað stig er „niyama": innri og ytri hreinsun, hógværð, vera hæversk/ur, meinlæti; örlæti, vilji til fórna; lærdómur og tilbeiðsla guðseðlis, ákafi og trú. Jógarnir kenna að jafnvel á „vígvellinum", í bókinni Bhagavad Gita, fer hreinsunarbaráttan fram innra með sjálfum manni. Hér eru greinilega hliðstæður með boðorðunum 10 og kenningum Jesú. Hindúar, kristnir menn og mörg önnur trúarbrögð styðja verkefnið „World Ethos".

Heilaga ritningin.
Elsti trúargrunnurinn er Vedas, kenndur við „Rishis" frá „blómaskeiðinu". Síðar var hinu epíska Mahabharata bætt við með lýsingum sínum og forsögulegum atvikum, oft talin vera goðsögur, þar á meðal stríð og því ekki frá svo miklu „blómaskeiði". Viskubókmenntir Upanishads fylgdu síðan á eftir þessu. Bhagavad Gita er einn af helgustu textum hindúa, hefðirnar sem sameina fyrri Vedas með heimspeki Upanishads og jógaspeki og er hluti af Mahabharata. Krishna, hetja fræðiljóðsins, er álitinn vera yfirnáttúrulega verar sem birtist í líki manns – avatar (sjá að ofan).

 Aftur í atriðaskrána.

 

Informations:  Jesús Kristur og taóismi og konfúsíusismi

Síður okkar er varða önnur trúarbrögð eru framlag til betri skilnings og þvertrúarlegrar umræðu. Á þessari viðbótarsíðu förum við yfir líkindi og mismun hefðbundinna kenninga taóisma, konfúsíusisma og kristni fyrir þá sem eru meðvitaðir um andlega dýpt sína. Þar ekki tilraun til að lýsa fornum kínverskum trúarbrögðum á ítarlegan máta. Mikilvægir punktar verða ræddir nákvæmlega.

Í hefðbundinni kínverskri andlegri viðleitni mætast ýmsar svipaðar heimildir:

1. Upprunalega kenningin um æðstu regluna.
Upprunalega kenningin um æðstu regluna, Taó, „sem ekkert er hægt að segja um", er einnig upprunaleg eining fyrir aðskilnað andstæðnanna Yin og Yang*) og eftir það hinna „fimm frumefna"*. , Þessi upprunaleg eining er sú sem er að baki birtingarmyndar alheimsins.
Kristnir trúboðar, t.d. jesúítar, komust að þeirri niðurstöðu að þessi æðsta regla samsvaraði Guð þó að Francisku- og Benediktsmunkar og að lokum páfinn hafi verið ósammála því. Á vissan hátt fylgir „Taó" ekki nýju upplifun Guðs sem Föðurs sem maður getur persónulega nálgast, eins og Jesús kenndi. Á hinn bóginn er mögulegt að þetta sé eldri leið til að leita og upplifa Guð, eins og var mögulegt í Kína til forna.

*) Yin er „kvenleg" regla sem víkkast út - t.d. í tilfinningatauginni; Yang er „karlleg" regla sem er takmarkandi - t.d. í þvertilfinningatauginni, báðar vinna saman. Hin „fimm frumefni jarðar, vatns, trés, elds og málmar" eru sambærileg hinum „fjórum frumefnum eða einkennum jarðar, vatns, lofts, elds = hita eins og hinn gamli evrópski gullgerðarlistar- og dulspekilegi skólar kenndu. (Einnig voru til kristnir gullgerðarmenn). Fimmta kínverska frumefnið, hinn svokallaði „málmur" var stundum kallaður „prima Materia" í Evrópu (latneska fyrir „upprunalega efnið") - berið það saman við nútímalega eindaeðlisfræði - gamlar indverskar, guðheimspekilegar og mannheimspekilegar heimildir kalla það „ljósvaka" og lýsa því á nokkrum sviðum sem skila að lokum sjö mismunandi stigum. Í dag myndi maður ekki tengja slíkar gamlar hugmyndir á þrengri máta. Þetta var hins vegar ekki einfaldlega fræðileg heimspeki. Þetta er forn tegund að þróaðri heimsfræði sem er nánast náttúruleg og fræðileg í eðli sínu - það skiptir ekki máli þó aðferðir nútímans séu öðruvísi.

Það breytir ekki þeirri staðreynd að iðkun hinna gömlu kínversku meistara og taóista sýna andlegt eðli. Hinn gamli skilningur um hlutverk „frumefnanna" og afla í líkamanum var tekinn upp því maður gat varla litið fram hjá líkamlegum ófullkomleika á á leið sinni að andlegri fullkomnum - á heildrænan hátt. Þetta er sú tegund á andlegri viðleitni sem ætlar sé ekki að draga sig til baka frá jörðinni, ólíkt sumum öðrum andlegum hefðum austursins. Stefna á fullkomnun myndi ekki vera gagnstæð kristinnar kenningarinnar um endurlausn. Það hefur oft verið gleymt að Jesú sagði „Verið því fullkomin eins og faðir yðar himneskur er fullkominn" (Matt 5:48). Aðferðirnar eru hins vegar ólíkar. Hinir fornu kristnu menn vissu að maður gat undirbúið sig og opnað sig á virkan hátt fyrir áhrifum Guðs. Þeir vissu einnig að ekki er mögulegt að þvinga miskunn Guð með athöfnum a borð við þessa: Guð er líka frjáls.

Á milli himins, kínverski „T'ien", jörðin og maðurinn - öll eiga uppruna sinn frá sömu upprunalegu einingu - kínverskir kennarar sáu líkindin alls staðar. (Hinar „sjö frjálsu listir" háskóla Evrópu á miðöldum innihéldu svipaðar kenningar). Allt kapp var því lagt á samhljóm mannlegs lífs með „himnum" - sem hins „æðsta valds" í birta heiminum - og jörðinni. Þetta sýnir einnig trúarlegt eðli þeirrar löngunar, fyrir utan andlega eðlið.Re-ligion (úr latínu) táknar endurtenging við uppruna alls. Frá kristnu sjónarmiði er Skaparinn samt uppruni og endir alls og Jesús Kristur er hlekkurinn sem aðstoðar okkur við að tengjast Guði.

Með tímanum fór fólk að tilbiðja marga „aðskilda Guði": Himininn, Guðir jarðarinnar, staðbundnir andar og dýrlingar. Hugtakið „fjölgyðistrú", notað fyrir slík trúarbrögð, er ekki mjög skilmerkilegt því „Guðirnir" voru upprunaleg einkenni æðstu reglunnar, eins og einnig má finna í öðrum trúarbrögðum. (Sérstakt málefni er tilbeiðsla dýrlinga - en það er virðist kunnulegt fyrir sumar kristnar kirkjur).

Á þennan máta með því að skipta öllu upp í tvö póla, yin og yang, er hægt að halda huganum innan þessara póla; en sá sem leitar getur tekist að komast út fyrir þá, inn í dulspekilegt vitundarstig.

2. Taóismi
Því sem lýst hefur verið hingað til er sameiginlegur grunnur seinni skóla Lao-tse og Con-fu-tse (Konfúsíus)  - sagnfræðingar telja að þeir hafi verið upp í kringum 500 f.Kr.
Taóismi (Lao-Tse: á meðal annarra bókin „Tao-te-ching") kenndi að „bregðast við með hugsandi viðhorfi að gera ekkert" (Woo-Wai). Ekkert er gert af eigingjörnum og vitsmunalegum hluta mannsins heldur með náttúrulegum eðlishvötum hins góða kjarna í manninum - að vera í samræmi við náttúruna. Þetta viðhorf myndi leiða til einhvers konar náttúrulega siðareglna um fórnfýsi og hægversku.
Þessi góði kjarni er ekki sjálfkrafa eins og Jesú Kristur, sem getur farið í líki mans og er virkur þar (Jóh 15:4 „...Verið í mér, þá verð ég í yður"). En guðfræðingar nútímans geta ekki neitað því að einstaklingar annarra trúarbragða eru með góðan kjarna - líkar siðareglur flestra trúarbragða sýna að „hið góða" hefur verið tekið alls staðar upp. Jafnvel hinn heilagi andi „blæs þar sem hann vill" (Jóh 3).

Taóistar voru ávallt þeir sem iðkuðu hlutina, ekki fræðimenn. Taóismi notfærir sér:
- Meinlæti. Þetta á sér stað innan allra trúarbragða. En það er einnig iðkun hvað varðar göfgun eða umbreytingu kynvitundar (t.d. Mantak Chia, „Tao Yoga" og „Tao Yoga ástarinnar".Hinar fornu austrænu leiðir hefjast oft „frá botninum upp á topp", ólíkt evrópskum/vestrænum leiðum, sem hefjast yfirleitt á „toppinum og á botninn", sem merkir frá „vitundinni".
- Æfingar fyrir líkamann, öndunn og einbeitingu fyrir að veikja og beina hinni lifandi orku eða „Chi". Allt frá fræðilegum rannsóknum á nálastungum og rafmagnsnálastungum hefur tilvist hinnar lifandi orku verið sönnuð. Það er ekki mikilvægt að þessir fræðimenn hafi enn ekki tekist að skilja nákvæmt eðli þess fyrirbæris. „Meridian" nálastungu hafa núna verið sannaðir, jafnvel í vefnum, sem „tómar rásir". Þessi lífskraftur er því ekki „Taóistískur", eins og sumir kristnir menn héldu heldur einfaldlega mannlegur. Í tímabili Forn-Grikkja og frumkristinna manna var slíkt kallað „Pneuma", grískt orð sem merkir andi og lífskraftur einnig - lífsandinn, blásinn í manninn af Guði -; og var einnig notað fyrir heilagan anda. En heilagi andinn er í samhengi Jesús Krists. Ef maður tekur ekki á móti Jesú Krist hvernig veit maður að maður sé að upplifa hinn heilaga anda sem Jesús kunngerði?
- Aðferðir Taóista innihalda einnig, eins og indverskt jóga, hina hugsandi hrifningu inn í upprunann, að fara út fyrir takmarkanir lífsins. Leit gullgerðarmanna að ódauðleikanum skiptir einnig máli.

3. Konfúsíusismi
Con-fu-tse (Konfúsíus) ráðleggur einnig fólki að aðlagasig að hinum „alheims siðferðilegu lögum". En í stað einstaklingshyggjuleiða Taóista leitaði hann að menntakerfi siðferðis fyrir allt þjóðfélagið. Konfúsíusistar unnu að ástundun vitundar og fullkomnunar á hinum góða mannlega kjarna - með venjum og fordæmi annarra:
Ef maður lærir að elska og virða o.s.frv. ætti siðferðilegt þjóðfélag að verða til.
- Frá fornum tímum hefur t.d. morð, þjófnaður, vændi og trúarreglur með líkneski verið bönnuð í Kína.
- Eins og flest önnur trúarbrögð heimsins kenndi Con-fu-tse „... kærleika. Ekki gera það sem þú vilt að sé ekki gert" („Gerðu eins og gert væri við þig")
- Þetta nær yfir sjálfsstjórn, manngæsku, góðsemi;
- hinar siðferðilegu dyggðir: góðvilji, réttmæti, viðeigandi virðingarverður máti (einnig varðandi forfeðurna), örlæti, viska;
- tvöfaldir kostir samkvæmt bókinni Shu-djing: vinalegur og virðulegur, mildur og ákveðinn, heiðarlegur og kurteis, reglusamur og virðulegur, auðsveipur og djarfur, hreinskilinn og bljúgur, umburðarlyndur og hófsamur, sterkur og áreiðanlegur, hugaður og sanngjarn.
- Þeir sóttust eftir viðhorfi ánægju út fyrir reiði, sorgar og skemmtunar.
Þetta eru tímalaus gildi í gömlu kenningunum og gildi sem voru ræktuð á tíma heimsveldisins.

4. Því höfðu þessir tveir skólar ýmislegt sameiginlegt en einnig nokkrar hluti sem voru ólíkir. Þrátt fyrir það bættu þeir hvorn annan upp hvað varðar kenningar sínar. Þetta var meira segja satt hvað varðar reynslu þeirra síðar með Búddatrú sem átti upptök sín á Indlandi en þar beindist kenningin að því að vinna bug á veraldlegum þjáningum.
Kínversk hof nútímans, t.d. í Hong Kong, geta látið í það skína að sum leiti einfaldlega að véfréttum og helgisiðum fyrir hamingju í lífinu. Þetta skýrist einfaldlega af því að sumir þekkja ekki upprunalega, andlega dýpt - eins of flest önnur trúarbrögð.
Varðandi kínverska hefð ætti að minnast á sumar aðferðir sem eru ekki beinlínis trúarlegs eðlis: véfréttabókin I Ching; kínverska stjörnuspákortið; „Feng shui" - kínverska útgáfa Geomancy og „Baubiologie-" (heilsusamleg uppbygging bygginga); and hin hefðbundnu kínversku lyf sem áður hefur verið minnst á.

 Snemmbúin kristin kirkja í Kína, sem er ekki lengur til í dag, „þýddi" nauðsynleg innihaldsefni kristni í samhengi Taóista á 8. öld: Martin Palmer, "The Jesus Sutras", Ballantine Wellspring, New York, USA. („Vegir Krists" styður ekki sjálfkrafa öll efnisatriði þeirra bóka sem nefndar hafa verið.)

 Aftur í atriðaskrána.

 

Almenn sjónarmið varðandi náttúruleg trúarbrögð.

Síður okkar er varða önnur trúarbrögð eru framlag til þvertrúarlegrar umræðu. Grundvöllur hlutans um kristna trú er sjálfstæð rannsókn, þar á meðal hið gamla andlega dýpi og nútímarannsóknir á vitundinni. Hin gamla japanska Shinto-trú er ekki lýst ítarlega, en nokkur sjónarmið eru dregin fram, sem eru mikilvæg í þessu samhengi.

Til dæmis er japanska Shinto-trúarreglan upprunalega ein af Náttúrulegu trúarbrögðunum, sem eru tengd hvert öðru út um allan heim, og eru eldri en hin vel þekkta búddatrú og kristin trú.
Uppruna náttúrulegu trúarbragðanna má rekja til tíma þegar manneskjan hafði öðruvísi vitund en hún hefur í dag. Jean Gebser, höfundur bókarinnar „Ursprung und Gegenwart" (á þýsku) kallaði þetta vitundarstig „dulspekivitund". Fræðimaður á sviði vitundar Julian Jaynes, höfundur „The origin of consciousness..." (á ensku, þýsku) kallaði það „tveggja deilda hugur", með beinni samskipti á milli beggja heilahvelanna.*) Hægra heilahvelið heimilaði heilstæða skynjun á alls konar sýndum, t.d. á náttúru, sem „verur". Vinstra heilahvelið túlkaði það, að fólk heyrði „raddir". Allar evrópskar goðsögur með náttúruöndum og ævintýrapersónum eiga uppruna sinn einnig í þeirri vitund og eru ekki einfaldlega hugarburður. Þessi gamla tegund skynjunar hvarf þegar ritmál og lestur tók við af munnlegu hefðinni. Á fornöld Evrópu og Miðausturlanda í kringum 500 f.Kr. hvarf hún nánast sem fyrirbæri með félagslegt mikilvægi. Þar sem forfeður goðsagnaskeiðsins dáðu oft staðbundna eða ættflokksanda, forfeður eða Guði var blöndun menningarheima önnur ástæða fyrir því að hin eldri vitund virkaði ekki lengur að fullu. Mistökin sjálf, sem gerðu þessa skynjun ekki jafn gagnlega, flýttu fyrir þessu ferli.
Það væri rangt að meta þessi skref vitundar á þann máta að hinir nýju vitsmunir væri dýrmætari og hin gamla leið til að skynja hluti væri gagnslaus í dag. Nýir hæfileikar komu fram í þessu ferli en aðrir hæfileikar týndust sem ekki er hægt að endurnýja einungis með vitsmunum. Það er samt sem áður hægt að hafa hinn nýja greinandi huga og endurnýja þann gamla, týndu hæfileika hinnar hugmyndaríku nýmyndunar meðvitandi; til dæmis með hugleiðslu. Því getur samþætt vitund komið fram sem samræmir bæði heilahvelin. Í dag standa frammi fyrir okkur mörg vandamál sem eru við endimörk vitsmunagetu okkar. Það er augljóslega mögulegt að skilja og leysa hinn raunverulega margbreytileika vistfræðilegra vandamála á andlega sviðinu. Dörner (Þýskaland) ræddi um „fjölþætta vitund", nauðsynleg til að skilja og leysa vistfræðileg vandamál; en nemendurnir sem hann prófaði vantaði nánast að fullu þessa vitund. Í dag getur mannkynið einnig fengið hvatir frá slíkum for-vitsmunalegum hefðum án þess að taka upp hina gömlu dulspekivitund. Því eru ævintýri enn gagnleg fyrir börn í dag: þetta hjálpar við að stöðva snemmbúna visnun í virkni hægra heilahvels.

Í frumkristni léku „gjafir hins heilaga anda" mikilvægt hlutverk (meðal annars Jóh 16; Kor 12, 7-11; Pos 2, 17-20. Sjá einnig kaflann „Fyrsti hvítasunnuatburðurinn..." í megintextanum.) Hinn heilagi andi er guðdómlegur máttur sem gerir mannlegri sköpunargáfu kleift að víkka út fyrir sjálfa sig. Þó að andinn sé ekki einungis virkni í hægra heilahvelinu notar hann það líka. Hinn heilagi andi er samt tengur Jesú Krist. Þó að Jesú hafi sagt við lærisveina sína: „Vindurinn (andinn) blæs þar sem hann vill" - ef maður tekur ekki á móti Jesú Krist hvernig veit maður að maður sé að upplifa hinn heilaga anda sem Jesús kunngerði?

Þó að sköpunarsagan hjá sumum hefjist með sköpun himins og jarðar hjá sumum (og undirheimum) tekur hin japanska sköpunarsaga þessu sem gefnum hlut. Guðirnir koma síðan fyrirvaralaust fram í þeirri mynd og dveljast í öllum þremur heimunum; á jörðu má einnig finna manninn, í undirheimum eru margir af þeim látnu og djöflar. Virðulegum forfeðrum var einnig bætt í hið japanska guðsríki (...)

Virðingin á sér stað heima eða í „helgidómum" (musterum), í gegnum afmarkaðar bænir (þakkargjörð og beiðnir) og með því að fórna náttúrulegum vörum eða táknum. (...)

Í náttúrulegum trúarbrögðum sinna töfralæknar yfirleitt miðlægu hlutverki en þeir búa yfir sérstakri þekkingu og miðilskenndum hæfileikum - en prestar eru í forystu í Shinto - trúarreglunni.

Siðferðilegar kenningar: Til dæmis í Shinto - trú mátti finna lista yfir syndir; siðferðilegar meginreglur voru þróaðar í samband við önnur trúarbrögð, svipaðar þeim sem önnur trúarbrögð heimsins hafa að bera.
(…)

*) Jaynes gaf til kynna að hið gamla hlutverk heilans væri nægileg útskýring fyrir upplifanir varðandi guðdómlegan eða náttúrulegan kraft. Niðurstaða okkar sýnir að þetta er ekki rétt. Niðurstaða hans svarar ekki spurningunni hvað hinar skynjuðu verur „séu". Hvorki „Guði" né Guð má finna í heilanum. Þetta er sérstakt stig raunveruleika og aðeins heilinn getur túlkað það á ákveðinn hátt. Hinn fyrrnefnda dulspekileið við skynjun var sérstaklega ófær um að framleiða hugarburð slíkar vera á tilbúinn hátt eins og nútímavitundin getur gert. Að sama skapi endurspegla andlegir draumar eða hugleiðsluupplifanir stundum eitthvað sem er alls ólíkt einföldum áhrifum daglegs lífs.
**) Í Evrópu til dæmis þegar Hómer samdi sagnakvæði sitt þá tilheyrði það tímabil goðsagnaskeiðinu og síðari tími hinna grísku heimspekinga sýnir þegar vitsmunalega vitund.

Til baka í efnisinnihald þessa hluta

Aukakaflar á ensku og þýsku:
Gömul bandarísk trúarbrögð Dagatal Majanna
Mat á grískum trúarbrögðum
Athugasemdir varðandi hina snemmbúnu rómversku trú
Frumgermönsk trú
Keltnesk trú
Frumslavnesk trú
Frumbaltnesk trú
Frumbasknesk trú
Frumfinnsk trú

Trú sem „endurtenging" mannsins við Guð - á vegi með Jesú Kristi

Í upphafssíðuna með frekari framlög.

Þú getur sent tölvupóst til Ways-of-Christ (ef mögulegt er skal skrifa þýsku eða ensku; annars skal skrifa stuttar setningar og gefa up tungumál þitt.)

Tilvísanir í önnur tungumál og réttindi.

 .

Þýska og enska textann á netinu er núna verið að raungera. Við getum ekki tryggt 100% nákvæmni þýðinganna á öðrum tungumálum en þýsku og ensku. Þér er heimilt að prenta efni af síðunni og gefa afrit af því til einstaklinga sem hafa áhuga á því án þess þó að gera breytingar á efnisatriðum þeirra.

Stuttar tilvitnanir úr biblíunni, byggðar á mismunandi þýðingum, eru viðbætur við samsvarandi kafla megintexta Vegs Krists. Hafa skal þó í huga að slíkir einkennandi staðir geta ekki komið að fullu í stað rannsóknar eða hugleiðslu á öllum köflum guðspjallanna.